Sigurður Ingi: ESB fær ekki Ísland og Noreg í einum pakka

Evrópusambandið hugðist fá raforkuauðlindir Íslands og Noregs á einu bretti, með þriðja orkupakkanum. Íslenska fullveldið yfir auðlindum þjóðarinnar er þó ekki falt, segir Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og telur einboðið að fá undanþágu frá raforkustefnu ESB.

Sigurður Ingi er formaður ríkisstjórnarflokks. Eftir útspil hans er verkefni viðkomandi fagráðherra, Þórdísar og Gulla, að finna þá embættismenn í utanríkis- og iðnaðarráðuneytinu sem þvældu okkur í orkustefnu ESB, og senda á endurmenntunarnámskeið í fullveldismálum.

Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður ekki fyrsti viðkomustaður, sé tekið mið af afurðunum þaðan síðustu árin.

 


mbl.is Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Stóra Pakkabræðramálið verður örugglega áhugavert rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga. Björn Bragi ætti að skrifa um það nóvellu, eins og honum er einum lagið etv. í samvinnu við Hallgrím Helgason, sem þekkir vel tilfinningar kratanna. 
Hverjum hefði annars dottið í hug, að stjórnmálaflokkur stofnaður af Jóni Þorlákssyni ætti eftir að selja orkuauðlindir landsins fyrir nokkra silfurpeninga?

Júlíus Valsson, 17.11.2018 kl. 21:09

2 Smámynd: Merry

Páll , ég er að hugsa fyrir mig hvað Katrín var að gera hinum daginn hjá EU.

Var hún kannski að lofa eitthvað ?

Merry, 17.11.2018 kl. 21:45

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Júlíus.! Ennþá fróðlegra verður að lesa, þegar

sagnfræðingurinn og forseti okkar skrifar

um sína fortíð og sem forseti.

Eflaust verður mörgu gleymt.

Enda aldrei lesið neitt satt frá þessum sagnfræðingum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.11.2018 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband