Blessað hrunið

Hrunið batt endi á útrásina, sem var gott. Það sýndi að íslenskir bankamenn og auðmenn urðu ríkir með blekkingum en ekki vegna snilli eð dugnaðar. Almennt telst jákvætt að blekkingar séu afhjúpaðar.

Nú lesum við að hrunið minnkaði launamun kynjanna. Áður vissum við að friður á vinnumarkaði hélst óvenju lengi eftirhrunsárin. Af pólitískri þróun er það að segja að hrunið framkallaði ótímabæra ESB-umsókn sem auðvelt reyndist að skjóta í kaf og Samfylkinguna í leiðinni, sem var bónus.

Mest var þó hrunið svokallað. Enginn dó. Menn misstu vinnuna, sem var heldur leitt, en fengu ný störf. Eftir að þjóðin komst frá glæfralegustu stjórnmálatilraun lýðveldissögunnar, hreinu vinstristjórninni 2009-2013, fékk fólk bætt efnahagslegt tjón, þökk sé Sigmundi Davíð öðrum fremur.

Líkt og Eyjamenn efna til goslokahátíðar ætti þjóðin að koma sér saman um hrunhátíð. Aðeins ein dagsetning kemur til greina, 6. október, haustdagurinn 2008 sem Geir H. Haarde flutti Guð blessi Ísland ávarpið.

 

 


mbl.is Launamunur kynjanna minnkaði í hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband