Næsta hrun undirbúið

Næsta hrun er í undirbúningi. Þeir sem selja inn á viðkvæma markaði ferðaþjónustunnar stytta greiðslufrest úr mánuði niður í tvær vikur. Þegar flugfargjöld hækka, eða WOW fer í gjaldþrot, hvort heldur sem kemur fyrr, kemur högg á ferðaþjónustuna.

Væntanlegt hrun verður kannski aðeins leiðrétting. Krónan er þegar tekin að aðlaga sig, hefur lækkað síðustu vikur. Almenningur hefur veður af breytingum, dregur úr stórneyslu t.d. í bílakaupum.

Kjarasamningar í vetur verða undir þeim formerkjum að verja áunninn kaupmætt góðæris síðustu ára. Það verður erfitt í hallæri.

 


mbl.is Bankarnir betur búnir undir annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Menn eru í óða önn að fullyrða um góða stöðu bankanna um þessar mundir, væntanlega til að róa fólk fyrirfram. Þegar mikið er talað um hversu vel bankarnir standi er ástæða til að hafa vara á, hrun hlýtur að vera á næsta leiti og að öllum líkindum hefst það í ferðaþjónustunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.10.2018 kl. 14:22

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hrun/kreppa er alltaf leiðrétting.  Því meiri stjórn sem er á efnahagskerfinu, virðist mér, því fleira hrynur samtímis, og af hærri stað.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2018 kl. 16:21

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hrun verður, þegar menn eins og Soros eru að "taka" út hagnaðinn sinn á kostnað sænsk almennings. Svik eru í tafli, þegar Socialdemokratar, Moderatar og aðrir flokkar vinna fyrir menn eins og Soros, sem hafa lagt peninga i að láta samfélagið hrynja (1993).

Með öðrum orðum, ég legg peninga í eitthvað hagkerfi ... eina miljón, og hrun á sér stað þegar ég get tekið út 100 miljónir á einu bretti.

Á meðan "hagkerfið" er látið þókna mönnum eins og Soros, verða alltaf hrun.

Örn Einar Hansen, 4.10.2018 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband