Siðavald lífeyrissjóða

Lífeyrissjóðir geta beitt siðavaldi sínu, ef vilji er fyrir hendi. Ef lífeyrissjóðir tækju sig saman um siðaskrá fjárfestinga og t.d. gerðu kaupaukasamninga og aðrar slíkar sporslur að bannvöru myndu fyrirtæki á markaði taka mið af.

Lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar í íslensku atvinnulífi. Hingað til hafa þeir heykst á því að beita áhrifum sínum og ekki sett aðrar meginreglur en kröfur um ávöxtun.

Löngu tímabært er að siðaveldi lífeyrissjóða sé beitt í þágu almennra sjónarmiða um að kaup og kjör skulu gegnsæ og ekki hygla útvöldum starfsmönnum, s.s. forstjórum og öðrum stjórnendum.


mbl.is Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband