WOW-hagfræðin

„Það er hinn mikli vöxt­ur ferðaþjón­ust­unn­ar og bati viðskipta­kjaranna sem núna eru að ganga til baka sem keyrðu upp gengið," segir bankastjóri Seðlabankans um hádegisbil í gær.

Tveim klukkustundum síðar tilkynnti WOW flugfélagið að það hefði tryggt sér fjármagn til að halda áfram rekstri. Tvennt gerðist lóðbeint í framhaldi á mörkuðum. Hlutabréf Icelandair féllu um 3 prósent og krónan veiktist um hálft prósent.

Hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að ferðamenn verði áfram fluttir til Íslands undir kostnaðarverði. Tapið er borið uppi af eigin fé flugfélaganna, og núna lánum, svo lengi sem það endist. Gjaldeyrismarkaðurinn er ekki bjartsýnn, krónan veiktist í stað þess að styrkjast.

Seðlabankastjóri og markaðurinn segja sömu söguna. Vöxtur ferðaþjónustunnar er kominn að endimörkum. Í stað þess að horfast í augu við veruleikann er búin til froða. Síðustu dagar bankakerfisins fyrir hrunið eru kenndir við Al-Thani, svindlið um að olíufursti treysti gjaldþrota Kaupþingi fyrir peningunum sínum. Síðustu vaxtadagar ferðaþjónustunnar verða merktar Al-WOW. Framburðurinn er svona: al-vá.


mbl.is Seðlabankinn á varðbergi vegna stöðunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband