Vinnuaflið er tannlæknar

Mörg hundruð prósent munur á tannlæknaþjónustu hér á landi og Póllandi skýrir formaður íslenskra tannlækna með þessum orðum:

Hugs­an­lega sé verið að nota ódýr­ari hrá­efni þar en hér og þá sé vinnu­afl al­mennt ódýr­ara í lönd­um Aust­ur-Evr­ópu en hér á landi. Hún seg­ir að fé­lag­inu hafi verið til­kynnt um nokk­ur til­vik þar sem vinnu er­lendra tann­lækna hafi verið ábóta­vant.

Vinnuaflið sem hér er um að ræða eru tannlæknar. Annað tveggja eru þeir of dýrir hér á landi eða of ódýrir í Póllandi.

Tannlæknar á Íslandi eru óðum að komast í sömu stöðu og gleraugnasalar. Erlend samkeppni þrýstir verðinu á þjónustu þeirra niður.

 

mbl.is Fara í hópum til tannlækna í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að því að mér skilst, þá nota tannlæknar í Austur Evrópu nýjustu og bestu efnin til tannlæknaviðgerða. Eftir stendur þá "launakostnaður" íslenskra tannlækna.

Kannski sú staðreynd að tannlæknar hér á landi hafi lifað við verndað umhverfi, þ.e. enga alvöru samkeppni, hafi leitt þá til óeðlilegrar álagningar á sína vinnu. Að græðgin hafi verið þeim ofar í huga en viðskiptavinurinn.

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2018 kl. 07:09

2 Smámynd: Már Elíson

Kreative Dental klínikin í Búdapest ku vera ein sú besta. Beint flug er frá Íslandi í hverri viku og taka þeir þátt í flugkostnaðnum og verðið er bara brot af kostnaði á Íslandi. Svo er hún talin sú besta í heimi. - Sjá : https://kreativdentalclinic.eu/en/

Már Elíson, 27.8.2018 kl. 07:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju halda menn að Pólverjar sæki vinnu til Íslands?

Ef Íslendingar eru að kvarta undan íslenskum tannlæknum, þá ættu þeir að flytjast til Póllands, vera á pólskum launum og "njóta lífsins" í Póllandi og svo skrifa heim og segja okkur sögur.

Þá geta Pólverjar sótt sér tannlæknaþjónustu til Norður-Kóreu, því þar er hún mörgum sinnum ódýrari en í Póllandi.

Ef menn ætla að grafa undan starfandi stéttum á Íslandi með svona þvælu, þá endum við sem Pólland, það sem laun og sérstaklega laun opinberra starfsmanna duga varla fyrir flugmiðanum til Íslands og heima hættir þar með að vera heima.

Consumer price levels in 2017 (Hassstofa ESB fyrir verðfíkla)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.8.2018 kl. 09:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo þegar rauðvínsliðið sem flytur erlendis til að eyða þar ellinni vegna þess hve ódýr hún er þar, þá ættu lífeyrissjóðir og hið opinbera að umreikna lífeyrir þess fólks yfir í lífeyrir samkvæmt gistilandinu og þannig spara sjóðsfé fyrir þá sem búa hér heima og eyða sínum peningum í íslenskra hagkerfinu.

Þ.e.a.s ef þú flyst til Spánar til að eyða ellinni þar, þá færðu ekki lífeyrir að heiman eins og hann er á Íslandi, heldur færðu það sem sambærilegar stéttir á Spáni fá af lífeyri heima hjá sér. Þetta yrði þá lífeyrir háður framfærslubyrði í viðkomandi landi.

Svona gætu íslenskir sjóðir og ríkið sparað heilmikið fé - og hvers vegna ættu þeir ekki að gera það, ég spyr.

Að stigna af með peninga sjóðanna og hins opinbera úr landi, gagnast ekki íslenska hagkerfinu þar sem sjóðirnir og hið opinbera eiga heima. 

Ef Íslendingar vilja ekki borga fyrir að vera Íslendingar á Íslandi, þá ættu þeir að hypja sig til ódýrari landa, og koma ekki aftur heim.

Og ef Vesturlendingar vilja ekki borga fyrir það að vera Vesturlendingar, þá ættu þeir að hypja sig til Mið-Austurlanda og lifa lífinu þar.

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 27.8.2018 kl. 09:41

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og þess utan er fáránlegt að bera saman tannlæknaþjónustu og gleraugu.

Þjónusta tannlækna er tannlækningar og þeir tilheyra ekki tradable goods sector hagkerfanna, því ef þeir gerðu það þá værum við með pólska tannlækna á Íslandi á pólskum launum í eins konar duty free dentist store umborð í skipi úti við mörk íslenskrar landhelgi, eða í einangrunarbúðum í tollvörugeymslum. Smit úr þannig búðum yrði þá að meðhöndla sem riðuveiki og sjúklingarnir umsvifalaust skornir niður, því þeir greiða ekkert til íslenska hagkerfisins sem fjármagnar sóttvarnir í landinu né til heilbrigðiskerfisins. 

Hvað varð um íslenska hugtakið "stétt með stétt". Gildir það bara um vissar stéttir?

Gunnar Rögnvaldsson, 27.8.2018 kl. 10:12

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þetta ekki bara sama orsökin og í öðrum greinum? Hvers vegna kostar þriggja rétta máltíð á Íslandi þrisvar sinnum meira en hún kostar í Frakklandi? Ástæðurnar eru fyrst og fremst þrjár: Tollvernd landbúnaðarvara, mikill launakostnaður og háir vextir.

Í tannlækningum er þetta svipað. Launakostnaður er langtum hærri hérlendis. Og vegna hárra vaxta eru afborganir af öllum þeim tækjabúnaði sem tannlæknar þurfa á að halda umtalsvert hærri en erlendis. Svo bætist eflaust við hærri kostnaður við aðföng og efni.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2018 kl. 16:09

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það þarf tennur til að tyggja máltíð Þorsteinn, svo best er að halda sig við að bera saman epli við önnur epli. 

Verðlag á Íslandi er hátt vegna þess að Íslendingar eru rík þjóð. Verðlag í Póllandi er lágt vegna þess að Pólverjar eru fátæk þjóð miðað við íslensku þjóðina.

Ef íslenska þjóðin vill fá tannlækningar á sama verði og Pólverjar, þá verða Íslendingar að gerast fátækir og kasta 70 ára þróun Íslands fyrir róða. Vilja þeir það?

Þeir sem skoða verðlag á til dæmis fasteignum, skilja strax hvað við er átt. Varla vill íslenska þjóðin að fasteignir hennar séu verðlagðar á sama verði og í Póllandi. Íslenskir tannlæknar búa hvorki við pólskt fasteignaverð né neinar aðrar pólskar aðstæður.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.8.2018 kl. 16:55

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Allt of hátt gengi á íslenskri krónu.

Gunnar Rögnvaldsson er góður hér. og slóðin hans, Consumer price levels in 2017 (Hassstofa ESB fyrir verðfíkla)

klikka, þá stærri mynd

Framhald á bloggi

Það átti að bæta alla innviði, vaxta laus húsnæðislán, til 40 ára verðtryggt í launum, með ca. 0,2 % umsýslu. Það átti að bæta alla innviði, vaxta laus húsnæðislán, til 40 ára verðtryggt í launum, með ca. 0,2 % umsýslu.

1.1.1970 | 00:00

Egilsstaðir, 27.08.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 27.8.2018 kl. 23:03

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hallast að því að vera sammála Gunnari. Ég hef nefnt það áður, að oft verður ódýrt dýrt og dýrt ódýrt, þegar upp er staðið.

Ég var nýlega í þeirri stöðu að þurfa miklar tannviðgerðir og reyndar að láta fjarlægja tennur. Ég var hvattur til að leita að tannlækni í Póllandi eða Tælandi, þar sem það væri það mikið ódýrara.

Þetta var í Svíþjóð, þar sem tannlæknar eru sjálfsagt eitthvað ódýrari en heima, en þó mikið dýrari en í þessum tveimur fyrrnefndu löndum, er mér sagt. Niðurstaðan var að leita ekki að vatni (tannlækningum) yfir bæjarlækinn.

Hvað ef allt er tekið til, ferðakostnaður, gisting, flug o.s.frv? Er þetta svo mikið ódýrara þegar allt er tekið til? Að ekki sé minnst á vinnutap, þó að ef menn nota sumarfríið í þetta (skemmtilegt sumarfrí það) er það svolítið annað mál.

Við erum mörg að bölsótast, réttilega, yfir því að fyrirtæki eru stöðugt að sækjast í erlent ódýrara og niðurgreitt vinnuafl af skattgreiðendum. Sem kemur m.a. í gegnum flóttamannastrauminn.

Erum við ekki að gera nákvæmlega það sama með því að leita að tannlæknisþjónustu erlendis? Erum við ekki að flytja lifibrauð íslenskra tannlækna úr landi?

Að ekki sé minnst á og hefur þegar verið minnst á það, að greiðslur til íslenskra tannlækna verða eftir í hagkerfinu, a.m.k. ef þeir standast freistinguna að opna skúffufyrirtæki í Panama.

Theódór Norðkvist, 28.8.2018 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband