Mannréttindatrú og sæmd

Kaþólska kirkjan leggst gegn dauðarefsingu enda hún „árás á friðhelgi og sæmd hvers manns“.

Dauðarefsingum er sjaldnast beitt nema gegn morðingjum, þ.e. þeim sem hafa tekið annars manns líf og sæmd þar með.

Trú á mannréttindi vex jafnt og þétt á vesturlöndum frá frönsku byltingunni í réttu hlutfalli við minna gengi trúarbragða. Með afstöðu sinni fetar kaþólska kirkjan slóð veraldlegrar mannhelgi.

Sæmd er aftur eldra hugtak en kristni. Rauði þráðurinn í Ilíad, söguljóði Hómers frá 8. öld fyrir Krist, er glötuð sæmd Akkillesar. Íslendingasögur, sem gerast á mörkum heiðni og kristni, eru stappfullar af sæmd manna. Manndráp voru stunduð hægri vinstri af sómakærum mönnum er áttu auðvelt með réttlætinguna. Sæmd þeirra var í húfi.

Dauðarefsing er aðeins á valdi ríkisvaldsins, samkvæmt viðtekinni skoðun. Sæmd, aftur á móti, er hvorki ríkisins að gefa eða taka. Afstaða kaþólsku kirkjunnar opnar dyrnar fyrir þeirri hugsun að aðrir en ríkisvaldið bjargi sæmdinni þegar að henni er hoggið. Við búum á síðkristnum tíma, rétt eins og Íslendingasögur mótuðust í síðheiðni.

 


mbl.is Segir dauðarefsingu aldrei réttlætanlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll; 

Þannig að þú myndir frekar vilja halda honum Anders Breivik uppi

á fullu fæði í fangelsi í 50 ár með RÍKIS-SKATTFÉ

heldur en að slæsa 1 kúlu á hann?

Eða hvað?

Jón Þórhallsson, 2.8.2018 kl. 13:28

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þjóðkirkjan og vaticanið geta samt haldið áfram að fordæma samkynhneigð

þó að þessi trúarbrögð séu hætt að grýta fólk til bana

eins og tíðkaðist fyrir 1000 árum.

(Þó að það sé önnur saga).

Jón Þórhallsson, 2.8.2018 kl. 13:38

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki viss um að orðið dignity merki sæmd í þessu samhengi, í þeim skilningi sem þú leggur í það orð hér. Hér er páfi að tala um það grundvallaratriði kristninnar að mannlegt líf sé verðmætt í sjálfu sér. Það er svolítið annað en sæmd í heiðnum skilningi. Ríkisvaldið getur ekki veitt mönnum sæmd, en það getur virt líf þeirra.

En hvað sem líður trúarboðskap er auðvitað lykilvandinn við dauðarefsingar sá, að réttarkerfið er skeikult. Hver sem vill leyfa dauðarefsingar hlýtur annað hvort að trúa því, þvert á reynsluna, að réttarkerfið sé óskeikult, eða að láta sér í léttu rúmi liggja að saklaust fólk sé tekið af lífi.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.8.2018 kl. 14:11

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

“There is an increasing awareness that the dignity of the person is not lost even after the commission of very serious crimes,” segir í þessari yfirlýsingu.

Jæja, er páfinn virkilega að spá í virðingu eða mannlega tign fjöldamorðingja eins og A.B. Breivik, Timothys McVeigh og þeirra múslima sem staðið hafa á bak við árásina á þúsundir manna í Tvíburaturnunum og margtugfaldan fjölda þeirra í sprengjuárásum á saklaust fólk, ekki sízt það sem samankomið hefur verið í moskum annarra sértrúar-múslima (sjíta / súnníta os. frv.)?

Getur hann ekki sofið af áhyggjum yfir þessari virðingu eða mannlegu tign þessa ótínda glæpalýðs? Getur hann ekki einu sinni séð, að a.m.k. í þeirra tilfellum hlýtur þessi boðskapur Guðs til Nóa og sona hans að eiga við:

"Ég mun krefjast reikningsskapar fyrir blóð ykkar, líf ykkar, ég mun krefjast þess af sérhverri skepnu. Úr hendi manns mun ég krefjast reikningsskapar fyrir líf mannsins, af hverjum manni fyrir líf bróður hans.
6Hver sem úthellir blóði manns,
hans blóði skal og úthellt verða af manni,
því að í mynd sinni
skapaði Guð manninn."

 (I. Mósebók 9.5-6.)

Og það er efnisskekkja hjá páfanum þegar hann lætur nánast sem öll fangelsi séu nú orðin örugg til að halda morðingjum þar inni; fjöldi morðingja hefur sloppið úr fangelsum (m.a. í hans eigin rómönsku Ameríku) eða fengið reynslulausn eða helgarfrí og notað tækifærið til að myrða saklausa á ný. Er það, að áliti Franz páfa,  góð leið til að efla virðingu fyrir mannslífinu og mannlegri tign?

En þessi yfirlýsing hans hefur ekki gildi sem óskeikull úrskurður skv. skilgreiningu I. Vatíkanþingsins á eðli slíks úrskurðar. Það er líka augljóst, að ekki er þetta í neinu samræmi við I. Mós. 9.6.

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 14:17

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri líklega best, Jón Valur, að þú værir páfi, enda veist þú alltaf betur en allir aðrir, páfinn meðtalinn, sem þú ættir þó að trúa á verandi kaþólskur :)

Þorsteinn Siglaugsson, 2.8.2018 kl. 14:19

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi yfirlýsing Franz páfa verður vitaskuld notuð af vinstra/líberal-liðinu í USA til að hamast gegn dauðarefsingum þar, þótt þær séu ekki nema um 50 á ári í Bandaríkjunum (jafngildi 0,05 slíkra á ári á Íslandi, ef ekki væru hlutfallslega margfaldlega fleiri morð í USA á ári hverju heldur en hér). Þessum refsingum er því ekki ótæpilega beitt þar.

En páfinn mætti reyna að halda aftur af Kínverjum og Írönum í þessu efni. Í Kína eru líklega yfir 8.000 manns teknir af lífi á ári hverju skv. Amnesty o.fl. heimilddum, og í allmörgum tilvikum hafa saklausir andófsmenn verið þar fórnarlömb slíkrar refsistefnu.

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 14:28

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég trúi ekki á páfann, Þorsteinn, heldur á hlutverk kirkjunnar, þ.m.t. hlutverk hans, sem hann kann að gegna vel eða miður vel. Ég trúi á óskeikulleik kirkjunnar í trúar- og siðferðisefnum (þ.m.t. páfa í sérstökum tilfellum), en einungis í skýrt afmörkuðum yfirlýsingum, og þessi er ekki ein af þeim, enda má páfi ekki tala gegn Heilagri Ritningu.

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 14:33

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Jón Valur!

Ertu ekki orðin svolítið tvísaga með þessum ummælum?

"Ég trúi ekki á páfann, Þorsteinn, heldur á hlutverk kirkjunnar, þ.m.t. hlutverk hans, sem hann kann að gegna vel eða miður vel. Ég trúi á óskeikulleik kirkjunnar í trúar- og siðferðisefnum (þ.m.t. páfa" ?

Jón Þórhallsson, 2.8.2018 kl. 14:45

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jón Valur er óskeikull, svo að hann getur ekki orðið tvísaga foot-in-mouth

Þorsteinn Siglaugsson, 2.8.2018 kl. 14:51

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, ég er fjarri því að vera óskeikull, vertu ekki að leika þér að innantómu bulli, Þorsteinn.

Ég er hér ekki tvísaga um neitt, nafni. Einungis þær yfirlýsingar páfa, sem hann talar ex cathedra, frá kennslustóli Péturs postula (þ.e. sem eftirmaður hans) til allrar kirkjunnar (ekki í einhverjum takmörkuðum málum) og felast í útleggingu og skýrgreiningu hans á trú kirkjunnar (út frá bæði Ritningunni og stundum einnig munnlegri erfikenningunni og trú kirkjunnar um aldir, sbr. Maríudogmurmar árin 1854 og 1950, sem eru nýjustu dæmin um slíkar óskeikular yfirlýsingar skv. kaþólskri trú), -- einungis slíkar yfirlýsingar eru flokkaðar (skv. fyrra Vatíkanþinginu) sem óskeikular og skuldbindandi fyrir kaþólska menn að viðurkenna þær sem part af trú Rómversk-kaþólsku kirkjunnar.

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 16:00

11 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur,

"...þeirra múslima sem staðið hafa á bak við árásina á þúsundir manna í Tvíburaturnunum og margtugfaldan fjölda þeirra í sprengjuárásum á saklaust fólk... Getur hann ekki sofið af áhyggjum yfir þessari virðingu eða mannlegu tign þessa ótínda glæpalýðs?"

Í gegnum öll þessi FALSE FLAG hryðjuverk, svo og með FAKE ID í gegnum árin (53 ADMITTED False Flag Attacks), svo og þar sem breskur dómstól hefur dæmt að hryðjuverkin í London 2005 voru FALSE FLAG (UK Court finds 7/7 was false flag secret service Op), hvar er hérna einhver sönnunin fyrir því að þetta voru múslímar sem að framkvæmdu hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001?
 

Image result for 9 of 19 hijackers are still alive

Many Of The Supposed 9-11 Hijackers Are Still Alive - dBpoweramp Forum

9/11 - Alleged Hijackers Found ALIVE | The Research Rabbit Whole: 9 ...

CNN reports false 9/11 hijackers Adnan Bukhari alive & Ameer Bukhari already dead a year prior

The 9/11 hijackers are alive


BBC Reports Some 9/11 Hijackers Alive


[9/11] Alleged Hijackers Alive and Well

Revealed: the men with stolen identities - Telegraph

Tracking the 19 Hijackers - web of lies - Welfare State for the Rich

9/11: Hijackers still alive?

Not a shred of evidence that any 9/11 'hijackers' boarded any planes

7 Of 19 FBI Identified Hijackers Located Alive After WTC Attacks

Many of those named as hijackers are still alive 

Many 9-11 "Hijackers" are Still Alive. - 9-11 Research

9-11 Research: Resurrected Hijackers

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.8.2018 kl. 16:20

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

... segir Íslandsmeistarinn í ofurtrú á samsæriskenningar og í undirgefinni þjónustu við að dreifa þeim sem oftast og allra víðast, ad nauseam allra eðlilegra manna!

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 16:23

13 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur,

Ég er ekki fyrir "samsæriskenningar", heldur samsæris- staðreyndir, en  svaraðu spurningunni hérna fyrir ofan.

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.8.2018 kl. 16:33

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Spurningu" Þ.Sch.Th. byggir hann einfaldlega á framreiðslu sinni af fráleitri samsæriskenningasmíð. Hann veit sem er, að hann getur sagt nánast hvað sem er á netinu, og gerir það eins og aðrir, sem þannig eru lyntir. Þessi vesalings frændi minn virðist ekki gera sér grein fyrir því, að meiri háttar atvinnustarfsemi róttækra islamista byggist á skefjalausri valdabaráttu þar sem haldið er uppi lygamaskínu um jafnt Ísrael sem vestræn ríki. Þorsteinn fer létt með það eins og Lísa í Undralandi að trúa tíu ótrúlegum hlutum fyrir morgunmatinn á hverjum degi.

Jón Valur Jensson, 2.8.2018 kl. 20:11

15 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur, 

Ég er búinn að svara þér að ég er ekkert fyrir samsæriskenningar eða hvað þá "samsæriskenningasmíð", heldur er ég fyrir samsæris- staðreyndir, þú? Þetta með hana Lísu í Undralandi á reyndar við þig.  
En talandi um staðreyndir, sannanir og þessa spurningu hér fyrir ofan, er þú virðist vera í miklum erfiðleikum með að svara,"..hvar er hérna einhver sönnunin fyrir því að þetta voru múslímar sem að framkvæmdu hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001?" 

KV. 
 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.8.2018 kl. 21:14

16 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að hann Páll bloggari fengi tvo valkosti: 

1. Hann þyrfti bara að smella fingri og þá yrði Breivík hent í einhvern Dettifoss.

2.Að gefa honum að borða af sínum launum og Breivík fengi að halda lífi.

hvorn kostinn myndi hann velja?

Jón Þórhallsson, 2.8.2018 kl. 22:31

17 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Segðu mér þá endilega, Jón Valur, fyrst þú ert ekki óskeikull, hvenær hafðir þú síðast rangt fyrir þér um eitthvað, og hvað var það?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.8.2018 kl. 22:39

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hnýsni er þetta! Reyndu bara að vaka, Þorsteinn Sigl., hálfa nóttina, spenntur í bið eftir svari mínu!

Jón Valur Jensson, 3.8.2018 kl. 01:11

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Þórhallsson sýndi það hér ofar (sem oftar, því miður), að hann er ekki nógu vel upplýstur um ýmsa sögulega hluti. Hann ritaði: "Þjóðkirkjan og vaticanið geta samt haldið áfram að fordæma samkynhneigð þó að þessi trúarbrögð séu hætt að grýta fólk til bana eins og tíðkaðist fyrir 1000 árum."

Jæja, þykist J.Þ. geta nefnt dæmi um slíkt fyrir 1000 árum? Rómversk-kaþólska kirkjan grýtti menn ekki fyrir "samkynhneigð" og heldur ekki fyrir samkynja mök. J.Þ. getur séð praxís kirkjunnar í því máli af Skriftaboðum Þorláks biskups helga (1178), sjá undir grein minni Lúther gegn hjónabandi samkynhneigðra  -- Þótt Þorlákur tali um þetta sem mjög alvarlega synd, er refsingin ekki dauðarefsing, heldur að leggja yfirbótaverk (ítrekaðar föstur, bænir o.fl.) á þá, sem fallið hafi í þá synd.

Vatíkanið eða kaþólska kirkjan sem slík fordæmir menn ekki fyrir hneigðina, heldur talar um siðspillingu samkynja kynmaka og minnir þó á virðingu fyrir, samúð og nærgætni við þá sem glíma við þessa tilhneigingu, sjá samantekt mína á kirkjuyfirlýsingum hér: 

Kaþólska kirkjan um hjónabandið, hreinlífi og samkynhneigð

Jón Valur Jensson, 3.8.2018 kl. 03:10

20 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þarna átti reyndar að standa fyrir 2000 árum; það leiðréttist hér með.

BBIBLÍAN  er væntanlega inn í vatícaninu

og þar er hægt að finna  tilvísunina 3.Mos.20:13.

Er BIBLÍAN HEILÖG EÐA EKKI?

Jón Þórhallsson, 3.8.2018 kl. 09:05

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki vakti ég nú eftir svari þínu Jón minn. Enda vissi ég að það kæmi ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.8.2018 kl. 13:06

22 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll nafni, 

Ég held að ég get sagt það sama og þú, reyndar á ég ekki von á því að það komi svar frá honum Jóni Val úr þessu.

KV. 

Photo

Image result for 9/11 no black boxes flights recording

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.8.2018 kl. 14:06

23 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.8.2018 kl. 14:43

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var nú með mjög nýlegt tilvik í huga, ÞS, innan við 2ja daga, en finn það bara ekki aftur. Auðvitað þarf maður oft að endurnýja þekkingu sína, ekki spurning og óþarfi að eyða fleiri orðum að því.

En Þ.Sch.Th. heldur áfram rugli sínu. Enginn taki neina þögn frá mér sem þegjandi samþykki við neinum hans póstum. En eftirfarandi vísu gerði ég áðan um einn á Facebók að gefnu tilefni, og ekki minna tilefni sýnist mér vera hér.

Ekkert veiztu, anginn minn,

í þinn haus.

Skoðaðu betur skrúfganginn...

er skrúfa laus?

Jón Valur Jensson, 3.8.2018 kl. 14:55

25 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur,

Þessi vísa á mjög vel við þig Jón Valur, þar sem þú kemur með tóma þvælu, rugl og getur síðan ekki svarað einföldum spurningum hérna. Þú þarft heldur betur að endurnýja þekkingu þína, eða eins og þú segir sjálfur réttilega "...ekki spurning og óþarfi að eyða fleiri orðum að því." 

KV. 

Image result for 9/11 zionist job for wars

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.8.2018 kl. 16:25

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst það nú aðdáunarvert, Jón Valur, hafi það aðeins einu sinni komið fyrir þig á lífsleiðinni, og það bara fyrir tveimur dögum, að þú hafir haft rangt fyrir þér, að þú skulir strax búinn að gleyma því hvað það var sem þú flaskaðir á.

Geri aðrir betur wink

Annars skal ég nú hætta að stríða þér eftir þennan bjór...

Þorsteinn Siglaugsson, 3.8.2018 kl. 23:13

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kneyfa þú þinn kostabjór,

   en kalda vatnið ég.

Rangt með málin margur fór ...

er mestu skipti´hann kútur stór,

   fór flest á versta veg!

Jón Valur Jensson, 4.8.2018 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband