Brynjar Níelsson býður í samkvæmisleik

Gáfaða fólkið er misgáfað. Þeir allra gáfuðustu eru gjarnan rithöfundar eða álitsgjafar nema hvorttveggja sé og flestir fæddir kringum 1960. Svo hefur Háskóli Íslands tekið að sér að fóstra nokkra sérstaklega gáfaða menn. En einhverra hluta vegna hefur gáfaða fólkið iðulega rangt fyrir sér þegar rýnt er í söguna. Kannski er að ekki eins gáfað og við höldum.

Ofanritað er frá Brynjari Níelssyni sem býður upp á þann samkvæmisleik að geta sér til um við hverja er átt.

Illugi Jökulsson, Egill Helgason, Gunnar Smári Egilsson, Hallgrímur Helgason og Karl Th. Birgisson eru allir fæddir í kringum 1960. Háskóli Íslends ber þó ekki ábyrgð á menntun þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er mikilvægur punktur þarna á eftir 1960 þannig að þeir, sem þú telur þarna upp Páll, eru ekki endilega þeir sömu og þeir sem HÍ fóstraði. Én mér dettur nú í huga að þarna geti verið um klíkuna í kringum Ævar Kjartansson og eilífðar ræpuna sem tröllríður DDRÚV. Þar eru þeir Jónarnir Ólafsson og Halldórsson ofarlega á blaði svo ekki sé minnst á Eirík Bergmann, Baldur Þórhallson, Silju Báru, Þórólf Mattíasson og Guðmund Hálfdánarson. Í raun alla sem DDRÚV kallar inn til að gefa “fræðilegt” álit á hverju því sem gerist í heiminum. 

Ragnhildur Kolka, 26.7.2018 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband