Valdefling kvenna og hlýnun jarðar

Til að hemja hnattrænar loftslagsbreytingar þarf að valdefla konur, jafna efnahagslegt kynslóðabil og berjast fyrir ,,loftslagsréttlæti", segir í Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál.

Grein í Wall Street Journal vekur athygli á hversu langt riddarar réttlætisins ganga í málflutningi sínum. Um leið er bent á að loftslagsumræðan er sprungin blaðra.

Í 20 ár var loftslagsumræðan mál málanna. Viðkvæðið var að jörðin yrði óbyggileg ef við hættum ekki að nota bensín og dísil. Nú er allt loft úr umræðunni. Vandamálin sem umræðan bjó til standa þó eftir. 

Götur í Reykjavík eru þrengdar til að þvinga fólk að nota aðrar samgöngur en fjölskyldubílinn. Fólk lætur ekki segjast. Göturnar hægja á umferð og bílar í lausagangi auka mengun.

Vinstririddurum réttlætisins stendur hjartanlega á sama. Enda hugsa þeir aldrei um afleiðingarnar af stefnumálum sínum. Mannkynsfrelsarar eru dómgreindarlausir í réttu hlutfalli við ragnarökin sem þeir boða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góf grein Páll. Það versta við þessa loftslagsumræðu er að það er kynslóð sem nú er uppkomin og önnur á leiðinni sem er kennt að þetta séu heilög vísindi sem þau verða að berjast fyrir. Kvenkennarar hafa hamrað þetta í gegn og segja að Íslendingar séu mestu umhverfissóðar í veröldinni.

Það mál líka setja útá að við séum að borga ESB kolefnagjöld hvernig í fjáranum getur það verið land sem er með hreinustu orki í heiminum. Kannski höfum við heimsins bestu könnunar hópa sem vinna gegn okkar hagsmunum.

Valdimar Samúelsson, 6.6.2018 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband