Þetta reddast; lífsspeki Íslendinga á BBC

Viðkvæðið ,,þetta reddast" er heimspeki Íslendinga, samkvæmt BBC. Lífsviðhorfið, sem orðin endurspegla, var mótað í aldanna rás þegar Íslendingurinn glímdi við náttúröflin. Oft stóð tæpt en þjóðin slapp með skrekkinn í tvísýnni lífsbaráttu.

Löngun Íslendinga að búa að sinu en ekki vera undir aðra komnir er útskýrð þannig að forfeður okkar fluttu frá norsku einveldi Haralds hárfagra. Menn vissu ekki alveg hver væri rétta stefnan, vildu bara burt, og ,,þetta reddast" sá um afganginn.

Eftir þúsund ár erum við enn litlu nær hvert við stefnum. Lífsbaráttan er orðin svo lauflétt að við þurfum ekki að vita það. Þetta reddast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Þetta reddast" heitir "æðruleysi" á fínna máli.  Sem þýðir óhræddur, þ.e. að fólk tekur því óhrætt sem að höndum ber og tekst á við vandamálin aðeins þegar þau sýna sig.  Góður eiginleiki.  :)  

Kolbrún Hilmars, 4.6.2018 kl. 18:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eða, við erum að tala um fífldirfsku sem getur komið sér vel eins og Malíflóttamaðurinn sýndi þegar hann bjargaði barni af svölum í París á dögunum. Það getur hins vegar líka leitt menn í miklar ógöngur. En einkennið er að  gerðin er aðalatriðið en afleiðingar hennar fá enga íhugun.

Ragnhildur Kolka, 4.6.2018 kl. 19:18

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta reddast er oft mistúlkað og á stundum talið vera kæruleysi, jafnvel leti eða annað verra og sumir Íslendingar skammast sín fyrir þessa settningu sem þó hefur bjargað mörgu.

En þegar fátt er um efni eða aðstöðu til að takst á við vanda, þá er æðruleysi mikilvægt, því að þá heldur hugurinn jafnvægi og hefur möguleika til að eygja tækifærin.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.6.2018 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband