Miðvikudagur, 30. maí 2018
Sósíalistar hafna Samfylkingarelítunni - hvað gerir Viðreisn?
Sósíalistaflokkurinn hafnar að framlengja valdatíma Samfylkingar í borginni með þessum orðum:
Einn borgarfulltrúi getur ekki breytt kerfinu innan frá, allra síst ef hans fyrsta verk verður að ganga inn í svo til óbreyttan meirihluta um stefnu sem sósíalistar gagnrýndu harðlega í kosningabaráttunni.
Og áfram:
En einn borgarfulltrúi getur tekið virkan þátt með félögum sínum í að byggja upp samstöðu meðal láglaunafólks, innflytjenda, leigjenda, eftirlaunafólks, öryrkja og annarra valdalausra hópa og verið farvegur fyrir baráttu þeirra inn í borgarstjórn.
Saga class Píratar vilja ólmir styðja Samfylkinguna áfram til valda og hirða brauðmola elítunnar. Vinstri grænir dingla með rúnir fylgi og trúverðugleika.
En það dugir ekki til. Viðreisn með sína tvo borgarfulltrúa þarf að stökkva á vagn Samfylkingar til að bjarga meirihlutanum sem féll í kosningunum. Með Viðreisn um borð er hægt að tryggja óbreytt ástand - og gefa kjósendum langt nef.
Taka ekki þátt í meirihlutaviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er mjög skynsamleg ákvörðun hjá Sönnu. Áhrif hennar verða miklu meiri ef hún tekur ekki þátt í meirihlutasamstarfi. Hún kom sterk inn í umræðunum kvöldið fyrir kosningar og staðfestir nú aftur að það er mikið í hana spunnið sem stjórnmálamann. Þótt ég sé auðvitað algjörlega ósammála stefnunni finnst mér alltaf gaman að sjá ungt fólk stimpla sig inn á þennan hátt.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.5.2018 kl. 12:01
Gott hjá Sönnu að hafna krata-Pírata pestinni, en ég skil reyndar ekki hvers vegna hún byrjaði á því að taka það sérstaklega fram að hún hafnaði samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem er flokkur sem hefur ekki komið að stjórn borgarinnar í 8 ár. Félagslegar áherslur Sjálfstæðisflokksins hafa sjaldan verið meira áberandi en einmitt nú um þessar mundir. Væri Sanna mjög mótfallin því að takast á við húsnæðisvandan með Eyþóri Arnalds, og stuðla þar með að útrýmingu fátæktar í borginni ?
Væri Sanna mjög mótfallin því að skera niður skrifstofu borgarstjóra sem nú kostar orðið 800 milljónir á ári, og færa fjármunina frekar til þeirra sem minna mega sín ?
Valur Arnarson, 30.5.2018 kl. 12:52
Þetta líkist nú eineltistilburðum um leið og m.a. ég eldri borgari er ein af skjólstæðingum hennar,miðað við stefnu flokks hennar,m.a. að leiðrétta ellilaunin,varla sorterar hún þá eftir hverra flokka menn eru. Mestur allra yrði sá sem sækti krónur okkar sem fuku eða flugu út úr bönkunum í hruninu.
Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2018 kl. 15:27
Flokkur fólksins er með sömu áherslumál, en hefur aflað sér mun meiri þekkingar á þeim. Leggur líka allt í sölurnar með samvinnu við hvern þann meirihluta sem vill styðja málefnið.
Kolbrún Hilmars, 30.5.2018 kl. 16:05
Hafnar öllum og einangrar sig og flokkinn úti í horni. En gott fyrir þá að fá mann á skrifstofuna á launum hjá borginni sagði einhver góður :-)
Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2018 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.