Viðreisn er vinstriflokkur (staðfest)

Viðreisn er gengin í bandalag vinstriflokka með því að hefja viðræður við fallinn meirihluta vinstrimanna í Reykjavík. Fyrir Reykvíkinga eru það heldur leiðar fréttir en harla gott fyrir landsmálin.

Eftir að Viðreisn er orðinn yfirlýstur vinstriflokkur stafar sáralítil hætta af flokknum á hægri væng stjórnmálanna. Genginn fyrir vinstribjörg er Viðreisn ekki lengur með sóknarfæri til hægri.

Frjálslyndið svokallaða er allt komið yfir miðjuna og út á vinstri kantinn. Þar er fyrir  fjölflokkakerfi undir formerkjunum hundur étur hund. Vinstrisveifla Viðreisnar skapar mið- og hægriflokkum kjörstöðu í landsmálum.  


mbl.is Eiga eftir að ræða verkaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Seint verður Pawel Bartoszek kallaður vinstri maður. Nema að hann hafi sveiflast svona svakalega til síðan ég kynntist þessum lagna stjórnmálamanni vel fyrir sjö árum, sem getið hefur sér gott orð fyrir samningalipurð í list hins mögulega, stjórnmálunum.  

Ómar Ragnarsson, 31.5.2018 kl. 00:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er undarlegt hve illa skilaboð kjósenda virðast hafa komist til skila, í Reykjavík. Valdasjúkar lattelepjandi miðbæjarrottur hafa hreiðrað um sig í stjórn borgarinnar og flokksómyndin viðreisn hefur nú stokkið á vagninn með þeim í viðræður um meirihluta í borgarstjórninni. Viðreisn ætlar semsagt að "gúddera" Miklubraut í stokk og Borgarlínu, þó hvergi finnist svo mikið sem tíeyringur til framkvæmdanna? Sér grefur gröf segir einhversstaðar og viðreisn notar stóra skóflu í það.

 Það er eins gott fyrir nágrannasveitarfélögin að hrista fram deiliskipulög að enn fleiri nýjum hverfum, svo taka megi við pólitískum flóttamönnum úr Reykjavík, ef þessi samsuða verður að veruleika. Ekki mun veita af.  

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2018 kl. 03:48

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Halldór, þú berð greinilega enga virðingu fyrir meirihluta kjósenda. Sorglegur pistill.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2018 kl. 08:44

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Formaður Viðreisnar sagði að Viðreisn myndi selja sig dýrt. Fróðlegt verður að vita hvað þessi ráðstöfun muni kosta borgarbúa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.5.2018 kl. 10:14

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Jón Ingi, virðing miðbæjarrottanna gagnvart kjósendum er engin. Skilaboðin voru skýr, en það sjá að sjálfsögðu ekki valdagírugir kratahaugar og fylgifé þeirra.

 Virðingu fyrir kjósendum ættu samfylkingaráhangendur að ræða sem minnst um, því á þeim bænum er hún engin!

 Sorgleg athugasemd.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2018 kl. 18:13

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fylgi Samfylkingarinnar féll um tuttugu prósent, en 6 prósentustig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.6.2018 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband