Ítalir vilja losna við evruna

Ný ríkisstjórn Ítalíu lítur á evruna sem kúgunartæki Þjóðverja og Frakka í Evrópusambandinu. Tillögur nýju stjórnarinnar um hliðargjaldmiðil eru taldar fyrsta skrefið í átt að afnámi evrunnar sem lögeyris á Ítalíu. 

Neyðarástand skapast í höfuðborgum Evrópusambandsins í kjölfar frétta frá Róm um atlöguna að evrunni.

Ítalía er eitt af stofnríkjum Evrópusambandsins. Þegar niðurstaða lýðræðislegra kosninga leiða til tillagna um að afturkalla þátttöku Ítala í gjaldmiðlasamstarfinu, sem er hornsteinn sambandsins, er morgunljóst að undirstöður ESB eru feysknar. Svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Ekki þrælar Þjóðverja eða Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Heyrði ekki betur í morgunfréttum en varnarmúr evrunnar sé risinn; forsetinn hafnar nýjum fjármálaráðherra, bráðabirgðastjórn verði mynduð og kosningar í haust. 

Er þetta ekki eitthvað svo ESB?

Ragnhildur Kolka, 28.5.2018 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband