Lausafjárkreppa - raðgjaldþrot yfirvofandi

Í landinu er lausafjárkreppa sem stafar af offjárfestingum í fasteignum, en þær hafa  gefið bestu ávöxtunina á síðustu árum. Fasteignakaupendur, og þar eru margir spákaupmenn, hafa sogað til sín fjármagn frá lánastofnunum og myndað ósjálfbæra eignabólu.

Á meðan fasteignaverð hækkaði jafnt og þétt voru allir sáttir, nema leigjendur og ungt fólk að kaupa sínu fyrstu fasteign. Eigendur fasteigna högnuðust og bankar þöndu út lánabækurnar.

Komið er að skuldadögum. Fasteignaverð hækkar ekki lengur, heldur stendur í stað og gæti lækkað. Ofurskuldsettir kaupendur verða að losa um eignir. Sumir geta það ekki í tæka tíð - verða gjaldþrota.

Til að mæta lausafjárkreppunni krefjast stórneytendur lána vaxtalækkunar, samanber viðtengda frétt og leiðara Fréttablaðsins í dag. Engin hagfræðileg rök eru fyrir vaxtalækkun - við erum á þenslutíma - og þá er krafan að bankaskattar verði aflagðir og ,,séríslenskar reglur".

Síðast kröfðust bankarnir afnáms ,,séríslenskra reglna" skömmu fyrir hrun. Við vitum hvernig fór um þá sjóferð.

Fyrirsjáanlegt raðgjaldþrot stórtækra ofurskuldsettra fasteignakaupenda er gott mál. Bankar eiga ekki að fjármagna fasteignabólur, markaðurinn þarf leiðréttingu. Ef leiðréttingin kemur í tíma verður ekki hrun. En áhættufíklarnir brenna sig. Þannig á það að vera.


mbl.is Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hér kemur fram ákveðin mál, sem Íslendingar hafa aldrei séð að sér í.

Í fyrsta lagi, eru "kaupmenn" ekki að hugsa um hag Íslands. Heldur eigin hag. Í því dæmi hafa peningar ekkert "þjóðerni".  Landið er bara "vara", sem gefur af sér arð ... og í augum bankamanna. Er þessi vara bara "peningar", eða lausafé.

Fasteignabólan er hagstæð "erlendum" aðilum.  Hún mun skapa offramboð á húsnæði. Offramboð á "hótel" húsnæði er eitt gott dæmi um þetta.  Þegar bólan springur, og húsnæðisverð fellur.  Hótelin verða tóm, vegna þess að engin býr í þeim.  Þá gerist það sama og gerst hefur um alla Evrópu.

Influtningur á "flóttafólki" til að fylla í hótelin, sala á húsnæði til erlendra aðila.  o.s.frv, o.s.frv.

Nú skal maður ekki halda að ég sé að meina að "flóttafólk" sé slæmt, eða að selja íslenskt húsnæði til þjóðverja (eins og í svíþjóð) sé slæmt mál. Heldur er þetta skammtíma hugsanaháttur. Hér er verið að ýta á undan sér vandamálinu, í stað þess að leysa það.

Fyrr, eða síðar ... skellur á sami kuldahrollurinn yfir Ísland og verið hefur í gegnum aldirnar. Enda er plánetan að kólna, þrátt fyrir draumóra ímyssa um guðamátt sinn.  Og þegar þar að kemur, verða menn að spyrja sig eftirfarinna spurningar.

Eitt og sér, hversu marga landsmenn getur landið staðið undir.

Örn Einar Hansen, 25.5.2018 kl. 11:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðbólga er um þessar mundir drifin áfram af húsnæðisverði, sem þýðir að ef sú þróun snýst við og verð á húsnæði lækkar þá myndi það koma fram sem verðhjöðnun og afleiðingin yrði sú að öll verðtryggð lán í landinu myndu lækka sem væri hið besta mál fyrir íslenska neytendur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2018 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband