Bretar drepa EES - sendum blóm til London

EES-samningur Íslands og Noregs við Evrópusambandið er kominn á líkbörurnar. Ef Bretar afþakka EES, eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, er tómt mál að tala um framhaldslíf EES. Nema, auðvitað, maður sé norskur eða íslenskur embættismaður flinkur að stinga hausnum í sandinn.

Allar líkur eru á að Bretar semji tvíhliða við Evrópusambandið en gangi ekki í EES. Það fyrirkomulag staðfestir fullveldi Bretlands. Aðild að EES skerðir fullveldið.

Þegar fyrir liggur að Bretar standi utan EES verður pólitískur ómöguleiki í Osló og Reykjavík að sýna fram á kosti samningsins umfram það að standa utan hans, líkt og Bretland kýs.


mbl.is „Aðild að EES er dauð eftir þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þurfti lávarðadeildarákvörðunina til þess að hnippa í UK vinstrið.  Auðvitað skapar þetta fordæmi fyrir EES ríkin þrjú.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2018 kl. 16:57

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er nú meira ruglið. EES samingurinn er við Evrópuríkin innan ESB og hefur ekkert með Bretland að gera. Vandinn er allur þeirra hvað varðar útgönguna.

Veit ekki hvort Blaðamaðurinn Páll er svona fáfróður eða hann sé vísvitandi áð búa til tröllasögur utan raunveruleikans ?

Jón Ingi Cæsarsson, 17.5.2018 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband