Drepandi vestræn velvild í Sýrlandi

Vestræn velvild gerði Assad Sýrlandsforseta að glæpamanni gegn mannkyni þegar hann var hvorki betri né verri en leiðtogavinir vestrænna ríkja í Tyrklandi, Sádí-Arabíu og Kína. Eftir að búið var að útmála Assad sem glæpamann studdu vesturlönd ýmsa hópa uppreisnarmanna með vopnum og fégjöfum.

Borgarastríðið í Sýrlandi er komið á áttunda ár. Í Guardian segir Simon Jenkins að eina vonin til að binda endi á blóðsúthellingar sé að Assad fari með sigur af hólmi. Jenkins klykkir út með þessu orðum: vesturlönd verða að láta af þeim leiða vana að ætla sér að stjórna heiminum.

Assad forseti er ábyggilega ekki besti vinur barnanna. Stjórnmálamenn eru það sjaldnast. Sum varmenni þarf einfaldlega að umbera þar sem aðrir kostir eru verri.


mbl.is Verða látnir svara til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll 

Þessi False flag - hryðjuvek eru orðin daglegur viðburðu, því að stjórnvöld í Bandaríkjunum verða alltaf að hafa einhverja lygaátyllu (eða fake pretext) til að hefja stríð. Fólk er hins vegar farið að hætta trúa því sem að þessir MSM- fjölmiðlanir segja, en það eru aðallega bandaríkjamenn sem trú þessum opinberu samsæriskenningum og/eða lygum frá MSM (mean stream media). 

Image may contain: 2 people, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.4.2018 kl. 17:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Assad er læknir eins og Dagur B. Eggertsson. Báðir hafa svarið Hippokratesareiðinn.

Hver er munurinn á eðli þeirra? Allir sjá muninn á aðstæðunum sem þeir lenda í og menn sjá líka viðbrögð þeirra við vandamálum sem þeir ráða greinilega illa við og hafa misvonda ráðgjafa.  

Er ekki erfitt fyrir lækna að vera í stjórnmálum? Dettur mönnum í hug að kjósa Dag B. Eggertsson áfram?

Halldór Jónsson, 9.4.2018 kl. 19:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Scheving, ég held að Assad sé allt annað en heimskingi og heldur ekki Pútín.

Halldór Jónsson, 9.4.2018 kl. 19:23

4 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Halldór,

Rétt hjá þér, því verða örugglega fleiri svona False Flag - hryðjuverk svo að hægt sé að réttlæta fleiri árásir gegn Sýrlandsher, og allt fyrir þetta áframhaldandi stríð gegn hryðjuverkum (eða War on Terror).

Proof: Intel Drop, Trump, Bolton behind Syria chemical attacks, confirmed

False-flag for war: New Syrian chemical weapons attack being reported by all the usual suspects

The False Flag Attack in Syria Finally Arrives

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 9.4.2018 kl. 19:44

5 Smámynd: Merry

Ég er sammála þér hér.

Merry, 9.4.2018 kl. 20:39

6 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image may contain: 3 people, people smiling, meme and text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.4.2018 kl. 16:29

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Vopnaframleiðendur heimsins kætast, sem aldrei fyrr. Það er nánast ekkert eftir í Sýrlandi, til að berjast um. Landið er ein rjúkandi rúst og yfir þrjúhundruð þúsund manns liggja í valnum. 

 Nú gefur kaninn það í skyn að hann hyggist blanda sér með enn meira afli í átökin. Hvursu vitskert getur þessi veröld eiginlega orðið og hverjum ætli það sé helst að kenna? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.4.2018 kl. 01:39

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Væri Saddam enn við völd í Írak, Gaddhafi í Lýbíu og aðrir virkilega slæmir, væri stöðugleikinn í veröldinni ögn skárri. Það er einfaldlega ekki hægt að hafa stjórn á sumum ríkjum, nema með ólíðandi hrottaskap. Það er bara þannig. 

 Þeir sem neita að trúa því, eru ekki miklar mannvitsbrekkur.

 Sá eða þeir sem eiga hinsvegar ávallt síðasta leikinn, í þessu brjálæði, eru vopnaframleiðendur. Þegar lagerinn hefur verið kláraður, er hafist handa við að byggja upp nýjan, sem verður jú að koma í verð, seinna meir, hvar sem er.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.4.2018 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband