60% fylgi ríkisstjórnar, Framsókn - Miðflokkur sameinast

Ríkisstjórnin fær afgerandi fylgi þrátt fyrir að hart væri sótt að henni, m.a. með vantrausttillögu vinstriflokka á alþingi. Með 60 prósent fylgi er ríkisstjórninni allir vegir færir.

Annað í könnun Gallup fer nokkuð undir radarinn í umræðunni. Miðflokkur Sigmundar Davíðs er á pari við Framsóknarflokkinn, og er með yfirtökin í Reykjavík, samkvæmt annarri könnun. Þetta þýðir að Framsóknarflokkurinn getur ekki beðið og vonað að Miðflokkurinn koðni niður.

Fyrirsjáanleg er umræða um sameiningu Framsóknar og Miðflokks. Að upplagi eru aðstandendur flokkanna raunsæismenn í pólitík. Fyrir næstu þingkosningar verða þeir komnir í eina sæng. Vitið til. 


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Miðflokkurinn tók nú ekki allt sitt fylgi frá framsókn. Það sem hann tók var óánægjufylgi eða fratfylgið. Fylgi framsóknar er ekki mikið undir fastafylgi þrátt fyrir þetta. Sameinaður mun framsókn ekki vaxa í hlutfalli. Hann mun nánast standa í stað og megnið af fylgi miðflokksins leita á önnur mið.

Ef framsókn tæki upp einarða stefnu miðflokksins gegn erlendu arðráni og undirlægjuhætti við fjármálaöflin, þá ætti hann kannski séns. Dilemmað er bara það hjá sjálfstæðisflokki og Framsókn að arður ríkisins af bankahlutdeild sinni er svo mikill að enginn áhugi ef fyrir að breyta neinu þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2018 kl. 14:18

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er eðlilegt að fylgi stjórnarflokka minnnki eitthvað þegar tekur að líða á kjörtímabilið. Oft hefur fylgi þeirra sem eru í stjórn með Sjálfstæðisflokki minnkað mikið, en nú dregur svipað úr því hjá öllum stjórnarflokkunum. Það er athyglivert.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.3.2018 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband