Bandarísk innanríkismál gerð íslensk

Vopnaeign einstaklinga í Bandaríkjunum er pólitískt hitamál þar í landi. Hægrimenn eru hlynntir rétti einstaklinga að eiga skotvopn en frjálslyndir vinstrimenn vilja takmarka þennan rétt og jafnvel afnema.

Hvort heldur sem er þá eru reglur um meðferð skotvopna í Bandaríkjunum innanríkismál sem kemur öðrum þjóðum ekki við. Hvers vegna er samstöðuganga í Reykjavík vegna bandarískra innanríkismála?

Stutta svarið er að auðvelt er að skipuleggja slíka uppákomu á samfélagsmiðlum með aðstoð fjölmiðla. Ítarlegra svar tæki með í reikninginn að breytt fjölmiðlun, þar sem atburðir í Bandaríkjunum, og annars staðar í heiminum, eru sýndir í rauntíma á Íslandi og hverju byggðu bóli með nettengingu. Það sem einu sinni var fjarlægt er nálægt.

Pólitísk álitamál í einu landi, einkum stórveldi eins og Bandaríkjunum, eru innflutt í örríki eins og Ísland. Nýlegt dæmi er uppákoma á alþingi þar sem stjórnarandstaðan fór fram á skýrslu um ,,hlut­deild hulduaðila í kosn­ing­um". Þetta gerist í beinu framhaldi af umræðu um áhrif Facebook/Cambridge analytica á bandarísku forsetakosningarnar.

Annað dæmi, tveggja missera gamalt, er metoo-byltingin/umræðan sem byrjaði í Hollywood og varð að heimshreyfingu.

Bandaríkin eru að sönnu eina stórveldið í efnahagslegum og hernaðarlegum skilningi. En það nokkuð merkilegt hve margir í Evrópu kokgleypa pólitískum menningarafurðum þaðan samtímis sem þeir eru fullir gagnrýni á heimsveldið í vestri.


mbl.is Sýndu bandarískum nemum samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góð spurning Páll.

Þetta er sennilega vegna þess að börnin, sem eru á framfærslu íslenskra skattgreiðenda, en undir landvernd bandarískra skattgreiðenda, halda að þau hafi kosningarétt í 52 fylkjum Bandaríkjanna vegna þess að þau eru fædd á 2000 hektara krókódílalausri leikskólalóð sem kölluð er Reykjavík, en sem er bara venjulegt kommabæli, þar sem of margir nemendur kunna varla að lesa og skrifa vegna þess eins að þau eru börn komma.

Nemendurnir hafa líklega farið vitlaust framúr kommabælinu í dag og haldið að kosningaréttir hlaðborðsins handa þeim væru 53.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.3.2018 kl. 11:33

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo telja þau sér trú um að þau hugsi svo sjálfstætt þegar þau eru ekkert annað en ruslakista bandarískrar hóphegðunar.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2018 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband