Hlýnun og siðmenning

Hlýnun jarðar er hvorki alvond né algóð. Yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunarinnar EPA vakti máls á þessari staðreynd. Engir ættu að vita það betur en Íslendingar.

Ísland byggðist á landnámsöld, á hlýskeiði. Í framhaldi stunduðu norrænir menn landbúnað á Grænlandi og ferðuðust til Ameríku. Þegar kólnaði á 13. öld eyddist byggðin í Grænlandi og Ísland breyttist úr því að vera hámenningarríki með bókmenntir og landkönnuði á heimsmælikvarða í kotríki fátæklinga sem hvorki skrifuðu né ferðuðust.

Ísland rétti ekki úr kútnum fyrr en tók að hlýna aftur á 19. öld. Við skrifuðum okkur til fullveldis og nýttum náttúruauðlindir til velmegunar.

Heimsendaspádómar vegna hlýnunar, hvort heldur af mannavöldum eður ei, eru ýkjusögur. Enginn vísindamaður getur sagt hvaða meðalhiti á jörðinni sé æskilegastur. Einfaldlega vegna þess að sá meðalhiti er ekki til.


mbl.is Sjávaryfirborð hækkar sífellt hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Allt tal um hlýnun miðast við þann tíma sem reglulegar mælingar hófust, þ.e. undir lok nítjándu aldar. Svo kallaðri litlu ísöld lauk einmitt skömmu eftir að mælingar hófust. Þetta skekkir allt tal um hlýnun.

Borkjarnar í Grænlandsjökli geyma upplýsingar um veðurfar hundruð þúsund ára aftur í tímann, sem segir auðvitað þá fyrstu staðreynd að hann hefur aldrei bráðnað, þrátt fyrir hlýskeið á jörðinni á þessum tíma, hlýskeið sem voru mun hlýrri en nú.

Grænlandsjökull er þykkastur um 3km, meðalþykkt talin vera 1,5km að meðalþykkt. Goslagið úr eldgosinu í Lakagígum er þar einungis á 64 metra dýpi. Allt tal um að hann muni bráðna og að sjávarborð muni hækka um allt að 10m er því út úr hött.

Gunnar Heiðarsson, 14.2.2018 kl. 09:08

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 14.2.2018 kl. 11:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 14.2.2018 kl. 11:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðalatriðið er að minnka þarf mengun í heiminum.

8.9.2015:

Grænn vöxt­ur sparar bilj­ón­ir Bandaríkjadala

Þorsteinn Briem, 14.2.2018 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband