RÚV er ekki íslensk menning

RÚV var stofnað fyrir bráðum 90 árum til að varðveita og efla íslenska menningu þegar þjóðin stóð frammi fyrir fjölmiðlabyltingu þar sem talað mál keppti við ritað. Fyrir hálfri öld þótti ástæða til að efla RÚV enda sjónvarpsbyltingin í algleymi.

Útvarp og sjónvarp í árdaga voru í eðli sínu fákeppnismiðlar. Aðeins með stönduga bakhjarla var hægt að reka slíka miðla. Netbyltingin, sem staðið hefur yfir í áratug eða svo, jafnar aðstöðuna. Það þarf enga peninga að ráði til að stofna fjölmiðil.

Að því leyti sem RÚV er enn menningarstofnun, en ekki rafrænt götublað, er stofnunin ekki betur í stakk búin en aðrir að efla íslenska menningu.

Það er hárrétt hjá Brynjari Níelssyni að RÚV er fremur til trafala í menningarviðleitni ríkisvaldsins fremur en að stofnunin styrki menninguna. 


mbl.is Tími stuðnings við einn miðil löngu liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er svo sem ekkert að því að rúv skoði erlend viðfangsefni tengt fræðasamfélaginu.

Það er verra þegar að innihaldslausir erlendir sóðalegir glæpaþættir koma á færiböndum inn í rúv sjónvarp og engin vitræn hugsun situr eftir hjá áhorfandanum.

Jón Þórhallsson, 29.1.2018 kl. 16:35

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki kominn tími til, að upplýsa hver kostar þessi skrif þín, Páll?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2018 kl. 17:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alhæfingar eru varasamar, Jón.   Ég hef tvívegis undanfarnar vikur horft á "erlenda sóðalega glæpaþætti" byggða á sögum Agötu Christie og vissi ekki á hvílíkt innihaldslaust rusl án vitrænnar hugsunar ég væri að horfa. 

Ég veit ekki til að fólkið sem þáði boð um að halda úti bloggsíðum á mbl.is hafi þurft neinn fjárhagslegan stuðning til þess.  

Ómar Ragnarsson, 29.1.2018 kl. 18:42

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Agata Christie er skömminni skárri en t.d. Silfurhæðir eða amerísk glæpahneigð.

Þetta er allt saman innihaldslaust.

Það vantar alveg umræðuna inn á rúv, spurninguna um  það hvort að við séum ein í alheiminum eða ekki; ef ekki hver gæti þá okkar næsta spurning verið?

Jón Þórhallsson, 29.1.2018 kl. 18:50

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

RÚV er hluti af íslenskri menningu hversu lákúrleg og léleg sem okkur kann að finnast hún.

Menning er það sem þegnar samfélagsins sýsla við, menning er aldrei það sem menningarvitar samtíans seigja okkur að hún sé.

Guðmundur Jónsson, 29.1.2018 kl. 19:32

6 identicon

Þegar við erum hvítvoðungar erum við á spenanum og njótum öryggis hjá móðurinni, svo þroskumst við og sjáum um okkur sjálf og tökum eigin ákvarðanir, sjáum okkur farborða án hjálpar frá ríkisvaldinu, nema við séum listamenn í klíkunni.

Er ekki kominn tími til að RUV fullorðnist og reyni að standa á eigin fótum eins og aðrir fjölmiðlar landsins þurfa að gera.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 20:12

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stóra spurningin er sú hvort sé heppilegra til að hvetja fólk til að gera menningarlegt sjónvarps- og útvarpsefni að dæla milljörðum inn í stofnun sem, að vísu, framleiðir við og við slíkt efni, eða að veita almenna styrki til slíkrar framleiðslu.

RÚV er ekki upphaf og endir menningarlegs efnis í fjölmiðlum. En sá fjölmenni hópur sem hefur lifibrauð sitt af stofnuninni má auðvitað ekki heyra minnst á það.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.1.2018 kl. 20:13

8 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

RUV er og verður aldrei menningarlegt. Þeir sem þar sitja

kappkosta allt til þess að sitja á launum frá hinu opinbera.

Réttlæta allt sem frá þeim kemur sem eitthvert heilagt

undraefni í nafni þess að vera boðungar þess sem var

ætlast til í upphafi. Nefskattur á kenni tölur, til þess

eins að auka tekjurnar, er eitt það mesta kommúnista gjald

sem sett hefur verið á Íslenska þjóð.

Ef þingheimur getur ekki skilið á milli gjaldtöku sem skatts,

og nauðungar skatts, sem RUV er, er þá ekki tími til komin

aðð leggja þingið niður ásamt RUV.

Tek undir með Þorsteini. RUV er að þrífast á hópi fólks

sem hefur lifibrauð af stofnuninni.

Hefur ekkert að gera með menningu eða öryggi landsmanna.

Úrelt austan-tjalds stefna, sem hefur ekket með okkar

samtíma að gera. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.1.2018 kl. 22:03

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er gaman að sjá í andsvörum við  þessari hressilegu breiðsíðu, að ekki geta allir setið á strák sínum, en "vaða í manninn".

Rök gegn málflutningi málshefjanda eru látin lönd og leið.

Talað er um þessa aðferð sem "argumentum ad hominem" og hefur svo oft verið nefnt á samfélagsmiðlum að manni liggur við öngviti! Sponsor að skrifum Páls gefur til kynna undirróður sem fjármagnaður sé af hagsmunaaðilum - illgjörnum og undirförlum hagsmunaaðilum.

En þetta er alls ekki nýtt hér á Íslandi, það er svo langt frá því. 

Muna menn eftir "hér stöndum við með stjarfa hönd á pung"? Það er dæmi úr næstu samtíð af því hvernig hópur, sem stendur fyrir tiltekin sjónarmið, er hæddur og spottaður. Þar óðu vinstri menn í manninn en skeyttu lítt um rök eða málefni. 

Báðir aðilar að þeirri deilu hafa reyndar misst spón úr aski síðan. Kaninn fór frá Íslandi 2006 og andskotinn flúði úr Kremlin vestur til Brüssel 1989 laughing

Flosi Kristjánsson, 30.1.2018 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband