Textaeitur Fréttablaðsins

Fréttablaðið ræðir nýja ríkisstjórn í leiðara dagsins og spyr hvers vegna tortryggni sé gagnvart stjórninni. Leiðarinn gefur þetta svar:

Jú, það er einfaldlega fyrst og fremst saga Sjálfstæðisflokksins með allri sinni spillingu, leyndarhyggju og sérhagsmunabrölti sem leiddi til þess að síðustu ríkisstjórnir með flokknum entust ekki kjörtímabilið að ógleymdu efnahagshruninu.

Svarið er rakinn þvættingur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks féll 2016 ekki vegna neinna mála sem tengdust Sjálfstæðisflokknum. Aðför fjölmiðla að Sigmundi Davíð forsætisráðherra felldi þá stjórn.

,,Leyndarhyggja" felldi ekki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í haust heldur móðursýki á næturfundi Bjartar framtíðar. Um það liggur fyrir játning formanns Bjartar framtíðar.

Leiðari Fréttablaðsins er skýrt dæmi um hvernig fjölmiðlar, sumir hverjir, skapa andrúmsloft tortryggni og andstyggðar. Í þessu andrúmslofti eru búin til hneykslismál sem sömu fjölmiðlar nota til að réttlæta textaeitrið er þeir spýja yfir almenning.

Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar bera sinn hluta ábyrgðarinnar á sjúklegri tortryggni í opinberri umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samfylkingin er eins og eitursveppur sem sendir gró sín út í andrúmsloftið. Fréttablaðið ber mengunina áfram.

Ragnhildur Kolka, 4.12.2017 kl. 09:25

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónas Kristjánsson er víða. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2017 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband