Skandalar eru framleiddir

Vonandi fáum við ekki skandala, segir Grétar Þór stjórnmálafræðingur, en hyggur ekki að því að hneykslismál eru oftar en ekki tilbúin framleiðsla félagsmiðla og fjölmiðla.

Framleiðslan er tiltölulega einföld. Fyrsta verkefnið er að undirbúa jarðveginn. Halldór Auðar Svansson þyrlar upp mold vegna þöggunar á kynferðisbrotum; aðrir dunda sér við undirbúning á öðrum hneykslunarefnum.

Eftir að jarðvegurinn er undirbúinn er fundinn flugufótur fyrir samsæriskenningum sem þegar er búið að setja á flot. Fjölmiðar eins og Stundin, RÚV og Kjarninn koma inn í spilið, gera fréttamál um tittlingaskít. Þá taka samfélagsmiðlar við og magna upp fréttirnar. Jón Þór pírati orðar þetta smekklega: ,,Deilið og taggið vin í VG," þegar hann smíðar sína samsæriskenningu til að sprengja ríkisstjórnina.

,,Þegar bloggheimar loga" endurvinna fjölmiðlar það efni sem best brennur og þar með er komin hringrás tittlingaskítsins sem verður að skítahaug með fnyk í allar áttir. Sem sagt skandall.


mbl.is „Vona að við fáum enga skandala“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Greinargóð lýsing hjá þér á tilurð “skandala.”

það er ekki spurning hvort heldur hvenær þeir skella á. Ef ekkert betra þá verða þeir bara endurunnir aftur í aldir, því hér er spjótunum ekki bara beint að þatttakendum í hinu pólitíska þrasi heldur líka ættbogum þeirra. Og þar eru forfeður ekki lagðir að jöfnu.

Ragnhildur Kolka, 1.12.2017 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband