Fullveldisstjórnin

Í lok vikunnar verður fullveldið 99 ára. Þann 1. desember 1918 fékkst fullveldið sem Jón Sigurðsson lagði drög að með greininni Hugvekja til Íslendinga. Hugvekjan var skrifuð 70 árum áður, þegar Friðrik sjöundi konungur Dana lét af einveldi.

Danska embættismannakerfið hugsaði sér að fjarstýra Íslandi frá Kaupmannahöfn, líkt og það hafði gert mörg hundruð ár, þrátt fyrir endalok einveldis. Rök Jóns Sigurðssonar voru annars vegar söguleg, við vorum í konungssambandi við Danakonung en ekki hluti Danmerkur, og hins vegar hagnýt, engar framfarir yrðu á Íslandi á meðan landinu  væri stjórnað frá Kaupmannahöfn.

Eftir hrun var alið á efasemdum um að Íslendingar kynnu fótum sínum forráð. Viðkvæðið var að landinu yrði betur stjórnað frá Brussel en Reykjavík. Umsókn Samfylkingar um ESB aðild frá 16. júlí 2009 var vantraust á fullveldið.

Ný ríkisstjórn fullveldisdaginn 1. desember 2017 er til marks um að óreiða eftirhrunsins sé tekin að sjatna. Fullveldið skiptir sköpum, Ísland virkar.


mbl.is Ríkisstjórn kynnt í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bráðskemmtileg athugun. Megi hún verða sannspá.

Halldór Jónsson, 27.11.2017 kl. 08:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öll aðildarríki ESB eru talin fullvalda að þjóðarétti og hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnstætt því sem er um einstök ríki Bandaríkjanna. 

Þarf ekki að fara að gera eitthvað í þessu?

Ómar Ragnarsson, 27.11.2017 kl. 10:30

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

1. desember heppileg dagsetning fyrir upphaf tólfárastjórnarinnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.11.2017 kl. 12:37

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar! Þú sem leggst marflatur til að verja hraun fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum,leggur fylki BNA að jöfnu við lönd sem eru í ESB. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ESB er ykkur kærara en fullvalda Ísland og enn er stefnt að gera eitthvað í því.

Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2017 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband