Leki ýmist góðverk eða glæpur

Lekinn úr Glitni, bankaupplýsingar um þúsundir Íslendinga, þótti vinstrimönnum góðverk. Leki um vafasama fortíð hælisleitanda var stimplaður glæpur af sama fólki. Lekinn um símtal Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde forsætisráðherra er óhæfa, segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna.

Hljóðupptakan af símtalinu var tilefni ótal samsæriskenninga vinstrimanna um spillingu á æðstu stöðum. Ítrekar kröfur voru gerðar um birtingu símtalsins.

En nú þegar símtalið er komið á prent fyrir alþjóð eru fyrstu viðbrögð vinstrimanna að fordæma lekann.

Grátur og gnístran tanna vinstrimanna stafar ekki af símtalinu sjálfu. Heldur hinu, að nú þegar það er birt, kemur á daginn að samsæriskenningar um efni þess voru heilaspuni.

Í símtalinu kemur fram að seðlabankastjóri og forsætisráðherra reyndu að bjarga þeim íslenska banka sem gæti mögulega staðið af sér fyrirsjáanlegt bankahrun. Hvorugur var bjartsýnn að það tækist, Kaupþing féll eins og Glitnir og Landsbankinn gamli.

Samsæriskenningar vinstrimanna gengu út á að stjórnvöld bæru ábyrgð á falli bankanna, en ekki eigendur og stjórnendur þeirra. Það er heilaspuninn. Einkabankar standa og falla með ákvörðunum þeirra sem um véla, eigenda og stjórnenda.

 


mbl.is Vill að bankaráð ræði símtalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Enn bíðum við þó eftir lekanum eina, þeim leka sem mestu skiptir fyrir land og þjóð. Það er leki um gjörðir vinstristjórnarinnar, þegar erlendum kröfuhöfum var afhent bankakerfi landsins á spottprís. Þessar upplýsingar voru settar í felur, til einnar aldar, svo eitthvað vafasamt hlýtur að felast þar!

En litlar líkur eru á að þaðan leki nokkrntímann nokkuð. Það er ekki sama hverjir eiga í hlut, þegar að lekum kemur. Og dugleysi þeirra flokka sem ættu að upplýsa málið, með afléttingu leyndarinnar, er algjört. Við verðum því að bíða fram yfir næstu aldamót, eftir þeim upplýsingum.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2017 kl. 08:04

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já velá minnst Gunnar.  Hvar skyldi þessi felustaður Jóhönnu og Steingríms vera og hver gætir hans og hver gaf leifi til að fela fyrir kjósendum þessa lands upplýsingum um gerðir stjórnvalda um aldur og ævi.   

Það er ekki eins og að þetta sé hernaðarmál sem þarf að vernda fyrir öðrum hernaðar þjóðum, og það er ekki eins og að þarna sé bara um að ræða  tveggja manna tal, einkasamtal.  

 Svona nokkuð er stolin sannleikur og þjófarnir eru Jóhanna og Steingrímur sem og allir vitorðs menn þeirra.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.11.2017 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband