Ásökun um nauðgun: gildisdómur eða staðreynd?

Ásökun um að einhver sé nauðgari jafngildir ásökun um glæp, enda nauðgun refsivert brot, segir Mannréttindadómstóllinn Evrópu. Nei, segir hæstiréttur á Íslandi, að kalla einhvern nauðgara getur verið gildisdómur, og refsilaust er halda fram gildisdómi.

Þetta er spurning um sjónarhorn. Að kalla einhvern nauðgara gæti verið yfirlýsing um hugarfar viðkomandi og þar með gildisdómur. En gæti líka verið staðhæfing um að viðkomandi hafi nauðgað og þar með staðhæfing um staðreynd.

Blæbrigðin þarna á milli eru hárfín og verður að meta hvert tilfelli fyrir sig. Þegar meta skal blæbrigði umræðu, og ákveða hvort hún skuli refsiverð eða ekki, standa þeir dómstólar sterkari að vígi sem lesa umræðuna á frummálinu.


mbl.is Sendir misvísandi skilaboð með dómum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nauðgari er sá einn sem nauðgar. Það er merking hugtaksins. Það hefur enga aðra merkingu. Því getur það ekki verið gildisdómur að kalla einhvern nauðgara. Ef það getur talist gildisdómur að kalla mann nauðgara á sama við um allar aðrar slíkar ásakanir. Þá væri hægt að kalla mann þjóf vegna þess að hann hefði "hugarfar þjófs", ofbeldismann, morðingja og í rauninni hvað annað sem vera vill.

Í ljósi samhengisins (þegar ummælin féllu hafið nauðgunarmál á hendur Agli nýlega verið fellt niður við hávær mótmæli hatursmanna hans) er ennfremur algerlega augljóst að um var að ræða staðhæfingu um að Egill hefði "víst" framið nauðgunina sem hann var sakaður um, hvað sem liði niðurstöðu saksóknarans.

Hvað tungumál varðar: Nauðgari heitir á ensku rapist. Orðin hafa nákvæmlega sömu merkingu.

Þeir dómstólar standa sterkar að vígi sem skipaðir eru heiðarlegum og greindum dómurum. Að minnsta kosti dómurum sem eru færir um að skilja einföld hugtök og flækja sig ekki í fráleitum vangaveltum um að þau merki eitthvað allt annað en þau gera, í því skyni einu að hlaupa eftir almenningsálitinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.11.2017 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband