Framsókn I og II

Framsóknarflokkur og Miðflokkurinn eru tvær greinar af sama meiði. Í forystu fyrir flokkunum eru fyrrum samherjar sem urðu ósáttir þar sem annar felldi hinn úr formannsstól eftir fordæmalausa pólitíska atlögu RÚV.

En bæði Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð gefa sig að stjórnmálum til að vinna í þágu almannahagsmuna. Og báðir eru nógu stórir i sniðum til að leggja persónulegan ágreining á hilluna þegar þjóðarhagsmunir kalla.

Samanlagt eru Framsókn I og II með yfir 20 prósent fylgi og 15 þingmenn. Í smáflokkakraðakinu á alþingi er það verulegt pólitískt afl. Raunsæir menn eins og Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hljóta að virkja það afl þegar aðstæður kalla. 


mbl.is Gæti strandað á óvild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af máli framsóknarmanna í minu nærumhverfi er litið á það sem drottinssvik ef framsókn fer í eitthvað vinstra esb sinnað drullumall. Smeykur um að það verði vendipunktur í tilveru flokksins og fylgið gisni talsvert.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2017 kl. 09:54

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvor flokkurinn gæti haft meiri kjark til að sporna gegn hjópnaböndum samkynhneigðra/gaypride-ólifnaði?

Jón Þórhallsson, 1.11.2017 kl. 10:29

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lilja er í reynd orðinn foringi í þessum 15 manna þingflokk B og M 7+8. 

 

Guðmundur Jónsson, 1.11.2017 kl. 11:51

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurður Ingi má ekki vinna með Sigmundi Davíð, það er kaupfélagsstjóri sem er strengjabrúðu stjórnandi og gamla Framsókn kemur ekki til með að leifa samstarf Framsókn og Miðflokks.

Sigmundur Davíð vill takast á við hrægammana en það er ekki það sem kaupfélagsstjórinn og gamla Framsókn vill.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.11.2017 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband