Vinstrimenn töpuðu - og fjölmiðlar þeirra

Siðbótarflokkurinn Björt framtíð hvarf af þingi. Vinstri grænir bæta við sig einu prósenti. Samfylking jafnar næst lélegustu útkomu sína frá stofnun, 13 prósent. Píratar tapa helmingnum af þingmönnum sínum.

Af hálfu vinstriflokkana áttu þessar kosningar að snúast um spillingu. Fjölmiðlar eins og RÚV, Stundin og Kjarninn framleiddu falsfréttir í akkorði til að telja fólki trú um að menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð væru óalandi og óferjandi.

En 35 prósent þjóðarinnar kaus flokka Bjarna og Sigmundar. Þjóðin keypti ekki falsfréttirnar og áróðurinn.

 


mbl.is Vinstri vængurinn að styrkjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fólkið er að biðja um Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks Folksins. 34 þingmenn. Annað væri ávísun á áframhaldandi stjórnarkreppu.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 05:00

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Miðað við aðstæður fór þetta ágætlega.  Ég verð að viðurkenna að á tíma bili var ég farinn að búa mig undir "Vinstri Hrylling".......

Jóhann Elíasson, 29.10.2017 kl. 09:41

3 Smámynd: Réttsýni

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 5 þingmönnum. Það getur varla túlkast sem ákall um að hann verði áfram í stjórn landsins, þvert a móti.

Réttsýni, 29.10.2017 kl. 10:11

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tapsárir eru vinstri menn í dag thrá fyrir allan thann skítaáródur

sem their eru búnir ad standa fyrir. Réttsýni er svo rangsýnn ad hann

ásamt fleirum skilur ekki nidurstodu kosninganna. Eftir allt broltid og

lántokuna uppá fleiri milljónir, nádi Vg bara einum í vidbót. Píratar topudu

4 monnum, Vidreins 3 og BF thurkasdist út. Midflokkurinn er sigurvegari

kosninganna tvímaelalaust. Sjálfstaedislokkurinn kemur bara vel frá thessu

og Framsókn. Flokkur fólksins faer hrós. Samfylkinginn bjargadi sér fyrir

horn, en tvímaelalaust er skilbodin út úr thessari kosningu ad

almenningur vill haegri stjórn og áframhaldandi stodugleika.

Thad er ekki moguleiki, nema fyrir vinstra fólk ad reyna ad lesa

nidurstoduna odruvís.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.10.2017 kl. 11:04

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sjáið til herramenn, vandinn er kjósendur, sem líta á sjórnmálaflokka eins og t.d. lið í fótbolta. Í öllum hinum vestræna heimi er litið á þessa niðurstöðu með vanþóknun, og þið svo djarfir(ásamt síðuhafa), að samþykkja, beinlínis vera samþykkir gjörðum BB og SDG umhugsunarlaust án nokkrar gagnrýni, úff aumingja Ísland, það þarf ekki óvini, þeir eru heima við. 

Jónas Ómar Snorrason, 29.10.2017 kl. 13:57

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er það virkilega það eina sem skiptir mali? hvað utlendingum finnst um matreiddar frettir vinstri manna uti i heimi..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.10.2017 kl. 17:12

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinstrimenn eru búnir að lifa á hruninu í 10 ár. Er ekki að verða tímabært að þeir fari að snúa sér frá skítadreifingunni og að pólitík?

Ragnhildur Kolka, 30.10.2017 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband