Vænt fólk í sjónvarpssal - framför frá fyrra ári

Flokksformenn þökkuðu fyrir sig samkvæmt hefð í sjónvarpssal daginn fyrir kjördag. Allt var það vænt fólk og velmeinandi. Áhorfendur gátu mátað sig við persónur og málefni og kannski sátu einhverjir fyrir framan skjáinn til að finna atriði að gera upp hug sinn á morgun.

Á sunnudag þurfa formennirnir að eiga samtal sín á milli um hvernig skuli hátta landsstjórninni næsta kjörtímabil, sem gæti orðið nokkrir mánuðir en allt upp í fjögur ár.

Í kosningunum í fyrra bar á því að tilteknir flokkar útilokuðu aðra fyrirfram. Lítið var um útilokanir í kvöld, sem hlýtur að teljast framför.

Kosningarnar í fyrra voru róttækari, valkostir stórkarlalegri. Í ár getum við róleg kosið flokkinn okkar án þess að óttast að allt fari til andskotans, gangi ítrustu óskir okkar ekki fram.

 


mbl.is „Geturðu aðeins haldið þér rólegum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað þýddi þeesi færsla? Ekkert.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2017 kl. 00:38

2 Smámynd: Óskar

Það hefur einhver stolist i tölvuna hans Palla. Svona hogværð þekkist ekki á þeim bæ.

Óskar, 28.10.2017 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband