Haturslögreglan fær verkefni

Gunnar Waage/Hjartarson kallaði Ingu Snæland nasista. Hún hyggst kæra til lögreglunnar, sem rekur sérstaka deild vegna hatursorðræðu.

Haturslögreglan ákærir mann og annan fyrir orðræðu sem fer út af sakramentinu.

Inga Snæland er formaður Flokks fólksins og tilburðir að hatursstimpla hana eru samkvæmt þumalfingursreglu haturslögreglunnar aðgerð til að jaðarsetja samfélagshóp.

Spurningin er hvort haturslögreglan bregst við kæru Ingu með rannsókn. Kannski er sumt hatur leyfilegt en annað ekki. Ef svo er verður að gefa út yfirlýsingu um hvað sé leyft og hvað ekki í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eftir hrakfarir Þjóðverja og bandamanna þeirra í heimsstyrjöldinni síðari, þá þykir það hin versta svívirðing að vera bendlaður við, eða uppnefndur nasisti, sem er eins og margir vita stytting á stjórnmála stefnunni, national socialist.

Tilefni þessarar bloggfærslu er kæra formanns Flokks fólksins til lögreglu fyrir að hafa verið opinberlega kölluð nasisti.

Þessi uppnefning er þó ekki al slæm, því illt umtal er betra en ekki neitt og það kitlar líka í mér kvikindið sú klípa sem þessi kæra setur lögreglustýruna og stallsystur hennar í hatursáróðursdeildinni í og ekki væri það verra ef Eyjan yrði loks dæmd til að greiða rausnarlegt framlag í sjóði Flokks fólksins.

Að lokum verð ég að leiðrétta þig Páll, þó mér þyki það miður, en formaður Flokks fólksins heitir Inga Sæland og hefur ekkert með Snæland að gera, auk þess sem varaformaðurinn er sjálfur Halldór í Holti, fyrrverandi flokksbróðir þinn.

Jónatan Karlsson, 15.7.2017 kl. 05:46

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrirbrigði eins og haturslögregla á engan rétt á sér. Hugsanir, hversu heimskulegar sem þær eru, eru ekki glæpur jafnvel þegar þær eru orðaðar. Ef Gunnar Waage/Hjartarsson kallar einhvern hálfvita, nasista eða múslima hækju þá er hann bara að opinbera eigin heimsku. Sýnir að hann er rökþrota.

Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvernig "haturslöggan" (pólitíska rétthugsunin)tekur á þessu.

Ragnhildur Kolka, 15.7.2017 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband