Guðfræðideilur um Trump

Kristnir hópar í Bandaríkjunum fylkja sér um Trump, sem þó telst ekki mikill trúmaður. Bænastundir með fulltrúum kristinna safnaða eru haldnar í Hvíta húsinu. En kaþólska kirkjan er ekki par hrifin.

Guardian segir frá hvassri gagnrýni á Trump og kristna fylgjendur hans í tímariti sem gefið er út með blessun páfa.

Gagnrýnina má lesa á tvennan hátt. Í fyrsta lagi að hún sé vörn fyrir fjölmenningu, sem Trump er andsnúinn. Í öðru lagi að páfagarður vari við bandalagi kristinna safnaða í Bandaríkjunum sem eru fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra og fóstureyðingum.

Pápískir kaþólikkar eru líkt og múslímar fremur andsnúnir samkynhneigð. En tímaritið gagnrýnir á hinn bóginn Trump fyrir að boða herská heimsendastefnu sem sé ekki hótinu betri en sú sem morðóðir múslímar leggja á borð.

Guðfræðideilur eru flókið fyrirbæri. Á miðöldum ræddu trúmenn í þaula hve margir englar kæmust fyrir á títuprjónshaus. Í dag er umræðan hvort Trump sé belsebúb holdi klæddur eða fulltrúi sannkristinna gilda. Þetta heita framfarir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hann getur varla talist sannkristinn ef að hann er hlynntur hjónaböndum samkynhneigðra.

=Slíkt stríðir gegn KRISTINNI TRÚ (Nýja-Testamentið 1.Korintubréf 6.9)

-----------------------------------------------------------------------

Fóstureyðingarmálin eru of ólík hvert fyrir sig; þannig  að það er eiginlega ekki hægt að segja bara já eða nei yfir öll þau mál.

Hvenær tekur sálin sér t.d. bólfestu í holdinu?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2190257/

Jón Þórhallsson, 14.7.2017 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband