Trump klýfur Evrópu - helvítisheimsókn í Hamborg

Áður en Trump Bandaríkjaforseti mætir á G20-fundinn í Hamborg fer hann til Póllands þar sem hann fær höfðinglegar móttökur - miklu betri en í Vestur-Evrópu. Pólverjar eru framarlega í aðdáendaklúbbi Trump.

Frjálslyndir og vinstrimenn í Vestur-Evrópu vara við að Póllandsheimsókninni. Guy Verhofstadt, fyrrum utanríkisráðherra Belgíu og talsmaður frjálslyndra á Evrópuþinginu, segir Trump reyna að kljúfa Evrópusambandið. Í Póllandi, og einnig Ungverjalandi, eru við völd ríkisstjórnir sem ekki eru frjálslyndum vinstrimönnum í Vestur-Evrópu að skapi.

Pólsk og ungversk stjórnvöld neita að samþykkja kvótaflóttamenn frá Evrópusambandinu. BBC segir frá tilburðum Pólverja að setja saman ríkjasamstarf 12 ríkja frá Eystrasalti suður til Króatíu og austur til Svartahafs. Þjóðernishyggja fremur en fjölmenning yrði ríkjandi þema í slíku samstarfi.

Trump talar fyrir þjóðernishyggju og stillir henni upp sem valkosti við vestræna hnignun í líki fjölmenningar. Víða í Austur-Evrópu er þetta stef efst á vinsældarlistum.

Í Vestur-Evrópu er annað hljóð í strokknum. Spiegel segir að mótmælendur í Hamborg boði í upphafi G20-fundarins til aðgerða undir slagorðinu ,,Velkomin til helvítis". Fjölmenningin kallar hlutina réttum nöfnum, hún má eiga það.


mbl.is May ræðir við Trump í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband