Múslímar mótmæla samkynhneigðum kennara

Samkynhneigður leikskólakennari í Berlín er tilefni fjöldamótmæla múslímskra foreldra. Samkvæmt frétt Die Welt er múslímskum foreldrum illa við að karlmenn séu leikskólakennarar en þegar þeir fréttu af kynhneigð hans var múslímum í Reinickendorf-hverfinu í Berlín öllum lokið og gripu til mótmæla.

Íslamskar trúarkenningar fordæma samkynhneigð. Í Íran er dauðasök að vera hommi og í Sádí-Arabíu gilda sharía-trúarlög um samkynhneigð.

Berlín er talin umburðarlynd gagnvart samkynhneigðum. Yfirmaður viðkomandi kennara segir kynhneigð einkamál hvers og eins.

Die Welt vitnar í skoðanakönnun sem segir að 60 prósent múslíma myndu ekki vilja eiga samkynhneigðan einstakling fyrir vin. Hlutfall kristinna sömu skoðunar er 13 prósent.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakkir, Páll. Það er gott að slíkar staðreyndir komi fram, þegar ýmsir fjölmiðlar gera í því að þegja um þennan sannleika.

En svokallaður lögreglufulltrúi hatursglæpa á Íslandi bandar ekki hendi við kennimönnum múslima, þótt ímaminn í Skógarhlíðarmoskunni hafi fullyrt opinberlega, að samkynhneigðir ræni börnum, og formaður Félags múslima á Íslandi, Salmann Tamimi, hafi þrívegis sagzt fylgjandi handarhöggi þjófa (enda er það ákvæði í sjálfum Kóraninum). Þetta virðist allt í lagi í huga Eyrúnar skoðanalöggu, enda hefur hún setið (eða staðið) fyrir á mynd með mannréttindafrömuðum frá ECRI-nefndinni eða Evrópuráðinu ásamt nokkrum vel völdum héðan, þ. á m. fyrrnefndum Salmann Tamimi!

Þessi sama Eyrún Eyþórsdóttir sýndi ekki mikla hlutlægni, sannleiksást né fordómaleysi gagnvart kristinni trú og siðgæði þegar hún ritaði á Facebók sína 22. okt. 2015 kl. 04.13: "alvarlegustu hatursglæpirnir á Norðurlöndunum hafa verið framdir af hvítum kristnum mönnum sem aðhyllast hægri öfgastefnu -- væri ekki nær að yfirvöld á Íslandi hefði augun opin gagnvart slíku fólki hér á landi í stað þess að ímynda sér að ISIS fremdu hryðjuverk hér [?]" 

Ekki tilgreindi Eyrún neinn kristinn mann í þessum fullyrðingum sínum, en vitað er af opinberri yfirlýsingu frá fjöldamorðingjanum A.B. Breivik, að hann fyrirlítur kristindóm. Hann "segist ekki biðja til Jesú eða guðs heldur til stríðsguðsins Óðins," og hann segir "fátt í þessum heimi sem brjóstumkennanlegra [sé] en Jesús og boðskapur hans og ég hef ætíð fyrirlitið þann veikleika og alþjóðarækni sem kirkjan er táknmynd fyrir," sagði hann, sjá nánar hér á Eyjunni: http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/11/21/anders-breivik-eg-er-ekki-og-hef-aldrei-verid-kristinnar-truar/

Þessi ummæli Breiviks sverja sig í ætt við fyrirlitningarorð Hitlers um kristindóm, eins og hann tjáði sig við systur sína Pálu og í þröngum hópi með einkaritara sínum Traudl Junge (sjá þær upplýsingar hér:  Jón Gnarr lesi þetta - um hinn andkaþólska Hitler).

 

Jón Valur Jensson, 29.3.2017 kl. 00:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Óþol múslíma á samkynhneigðum leikskólakennara í Berlín er ekki mjög ósvipað því óþoli sem JVJ hefur sýnt opinberlega gagnvart samkynhneigð almennt.

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/257796/   hér skrifaði JVJ athugasemd:

Athugaðu, að Hitler var það, sem kallast þjóðhöfðingi. Ennfremur skiptir allnokkru máli, hvenær myndirnar voru teknar. Hitler var ekki orðinn sá "Hitler", sem það nafn stendur nú fyrir (í fyllstu merkingu þess), fyrr en að minnsta kosti fimm árum eftir valdatöku hans.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.3.2017 kl. 06:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tilhæfulaust er af dr. Vilhjálmi (sem hefur verið undarlega illu skapi gagnvart mér nýlega) að setja mig á bekk með öfgafullum múslimum!

Aldrei hef ég talað gegn því, að faglærðir menn -- og hvort heldur þeir eru samkynhneigðir eða Gyðingar eða jafnvel múslimar -- fái að kenna í íslenzkum kennslustofum, en hitt gerði ég, að setja fram ágengar spurningar og saklaus viðvörunarorð gegn því, að "hinseginfræðslan" svokallaða, framkvæmd af ófaglærðum starfsmönnum Samtakanna 78 (ekki með kennsluréttindi, enda bara fólk á aldrinum 17-30 ára), yrði tekin upp í ýmsum stærstu sveitarfélögum, yfir hausamótunum á 6-15 ára börnum … og það án lýðræðislegrar kynningar eða samráðs við foreldra viðkvæmra skólabarna!

Hefði Vilhjálmur viljað fá slíka "fræðslu", að foreldrum hans óspurðum, þegar hann var á barnsaldri í Landakotsskóla? Vill hann kannski fá að lesa vettvangsskýrslu um fyrsta þekkta tilfelli hinseginfræðslu á vegum þessara samtaka hér á landi? Já, hann yrði sannarlega undrandi og hneykslaður.

Svo hef ég engan ósóma af innleggjum mínum á vefsíðu Vilhjálms, sem hann vísar þarna á. Og það er ekkert undarlegt að sendiherra eða nuntius Páfagarðs (yfirleitt þá erkibiskup að auki) hitti ríkiskanzlara Þýzkalands. Páfaríkið var ríki í venjulegum diplómatískum samskiptum við flest Evrópuríki, og í Þýzkalandi var rúmlega þriðji hver ríkisborgari kaþólskur og mikilvægt fyrir Páfagarð að reyna að tryggja réttindi þeirra og kaþólskt kirkjustarf í landinu. En Hitlersmenn þverbrutu reyndar Concordatið, samninginn sem gerður var snemma við Þriðja ríkið.

Og rétt var hjá mér, að versta harðstjórn nazismans var ekki komin í ljós 1933, heldur um fimm árum seinna, fyrst þá með útrýmingu um 50.000 fatlaðra, krypplinga, stríðs-bæklaðra, geðveikra o.fl. sem yfirleitt voru þó Þjóðverjar. Svo var í kjölfarið gengið á Gyðinga, sígauna, samkynhneigða, slavneska menn og pólitíska andstæðinga eins og ýmsa sósíaldemókrata og kommúnista.

Jón Valur Jensson, 30.3.2017 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband