Trump, Brexit og betri efnahagur

Þvert á spár vex efnahagskerfi Bandaríkjanna eftir sigur Trump í forsetakosningum. Brexit, þ.e. útganga Breta úr Evrópusambandinu, átti að vera slæmar fréttir fyrir efnahaginn. En það er öðru nær. Bretland er í fínum málum.

New York Times, sem keppist við að níða skóinn af Trump, birtir fréttaskýringu um jákvæðar horfur í bandarísku efnahagskerfi og leitar skýringa langt að og víða.

Kenning svartsýnna alþjóðasinna var að einangrunarstefna Trump og uppsögn Breta á alþjóðavæðingu í gegnum ESB yrði til að lama alþjóðavætt efnahagskerfi. Og allir myndu tapa.

En nú þegar við blasir að þau efnahagskerfi sem hafna alþjóðavæðingu sýna meiri vöxt en önnur er fótunum kippt undan þeirri skýringu að alþjóðavæðing sé forsenda betri efnahags.


mbl.is Í hvað fara allir þessir peningar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband