Skyndilegt áhugaleysi RÚV á Sigmundi Davíð

Þingflokkar tefla fram stórskotaliðinu þegar þingfundir eru í beinni sjónvarpsútsendingu. Sigmundur Davíð talar fyrir Framsóknarflokkinn, auk formanns og varaformanns.

Það þykir frétt á mbl.is enda hafa óvandaðir fjölmiðlar gert því skóna að köldu andi á milli fráfarandi formanns og þess sem nú situr embættið.

Fréttastofa RÚV þegir þunnu hljóði um að Sigmundur Davíð tali í kvöld. Samt er það fréttastofan sem segir frá stórum og smáum atburðum í tilveru þingmannsins. Hvað veldur skyndilegu áhugaleysi RÚV?


mbl.is Sigmundur talar fyrir Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vertu viss, þeir vakna um leið og hann opnar munninn.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2017 kl. 15:58

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HANN VIRÐIST EINHVER ÞYRNIR Í ÞEIRRA RASSSSW ! HE HEsealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 24.1.2017 kl. 20:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er að spyrja að Rúvinu? Ekkifréttastofan þar stendur undir nafni.

Jón Valur Jensson, 24.1.2017 kl. 21:04

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mikið er nú gott að fá skammtinn sinn í dag um hið illa RÚV, Samfylkinguna, ESB og Múslima. 

Ómar Ragnarsson, 24.1.2017 kl. 22:14

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta hlýtur að gleðja höfndin hér. RUV mundi eftir leiðtoga hans og frelsara cool

Af ruv.is

„

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins, og fyrrverandi forsætisráðherra, gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi. Þá hafi Viðreisn gefið eftir nánast öll sín stefnumál í stjórnarsamstarfinu.

Sigmundur fór mikinn í ræðu sinni og sagði að hann væri engu nær um til hvers þessi ríkisstjórn væri mynduð. Hann velti fyrir sér hvort stjórnin hefði verið talin skárri kostur en áframhaldandi óvissuástand eftir það sem hann kallaði undarlegustu kosningar síðustu áratuga, en til þeirra var stofnað í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs vegna Panamaskjalanna.

Sigmundur Davíð segir stefnu og enga sýn hafa verið í stjórnarsáttmálanum. Í stjórn hans sem var mynduð 2013 hafi verið sýn, og einnig áætlun um hvernig henni yrði hrint í framkvæmd.

Þá sagði hann að á pappírnum hafi Viðreisn gefið eftir öll sín stefnumál. Hann sagði einnig að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri líklega sá fyrsti sem státaði sig sérstaklega af því að auka útgjöld."

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2017 kl. 00:11

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta útdráttur úr ræðu Sigmundar Davíðs Magnús?-Sigmundur fór mikinn í ræðu sinni og sagði......

RÚV er óhætt um stund að njóta  afraksturs siðspilltrar aðfarar sinnar að fyrrverandi forsætisráðherra.

Hann verður ekki lengi í einangrun Magnús,hann sópar að sér fylgi einlægra fullveldissinna.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2017 kl. 02:30

7 Smámynd: rhansen

  ...Gaman verður að sja viðbrögð RÚV ,þvi auðvitað verður SDG fremstur i flokki stjórnarandstæðinga  ..hvað gera vinsti menn nu ?   ...fara á móti honum eða stjórninni ? Sumtkemur i bakið á mönnum þegar minnst varir ! 

rhansen, 25.1.2017 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband