Sjálfstæðisflokkurinn plús

Ný ríkisstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn plús tveir smáflokkar. Niðurstaðan er rökrétt af úrslitum þingkosninganna. Handavinnan var Bjarna Benediktssonar formanns og var unnin fumlaust og yfirvegað við fremur órólegar aðstæður.

Styrkur Sjálfstæðisflokksins er breið og almenn skírskotun, sem sést best á því að flokkurinn er stærstur í öllum kjördæmum landsins. Skilaboð Bjarna formanns er að stöðugleiki sé aðaldagskrármál nýrrar ríkisstjórnar og er það í takt við væntingar almennings.

Smáflokkarnir mega vel við una. Helmingur þingflokks Bjartrar framtíðar fær ráðherradóm. Þar af er þeim treyst fyrir jafn stórum og mikilvægum málaflokki og heilbrigðismálum. Viðreisn fær í sinn hlut fjármálaráðuneytið en þar bíða knýjandi verkefni.

Stór hluti af pólitískum stöðugleika landsins er að Evrópumál verði sett í neðstu skúffu stjórnarráðsins og geymd þar kirfilega. Bjarni formaður sá til þess með því að halda utanríkismálum innan flokksins. Til að smáflokkarnir héldu andlitinu voru skrifaðar tvær línur í stjórnarsáttmálann um að þingmenn þeirra mættu þjóna eðli sínu í lok kjörtímabilsins.

Með eins þingmanns meirihluta á alþingi verður meirihlutasamstarfið enginn dans á rósum. Pólitík er ekki áhlaupaverk heldur öguð vinna í þágu almannahags undir eftirliti. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins plús gæti gert góða hluti. Til hamingju.


mbl.is Sjö nýliðar í ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Mér lýst mjög vel á þessa ríkisstjórn og mörg ný andlit þarna þannig að þeir sem voru hvað ósáttastir hljóta að geta fagnað því.

Vonum bara að núverandi ríkisstjórn fái vinnufrið í eitt sinn frá vinstri sinnum sem eru í minnihluta á landinu en rosalega hávær minnihluti.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 11.1.2017 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband