Páll sýnir metnað - hógværðin kemur síðar

Forystumaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Páll Magnússon, sýnir eðlilegan metnað fyrir sig og sitt kjördæmi með kröfu um ráðherrastól. Það er hluti af kappsemi þingmanna að gera slíkar kröfur við stjórnarmyndun.

En formaður stjórnarflokks getur ekki, og má ekki, setja sér markmið að svala metnaði allra þingmanna og kjördæma. Til þess eru ráðherraembættin ekki nógu mörg, svona til að byrja með. Formaður þarf að huga að fjölmörgum atriðum öðrum en stöðu þingmanna og kjördæma innan ríkisstjórnar.

Páll er nýr á þingi. Líkt og margur annar þingmaðurinn verður hann að bíða síns tíma. Þannig lærist að hógværð og metnaður haldist í hendur. Annars verður metnaðurinn að frekju. Hún er ekki góð.


mbl.is Reiknaði með að fá ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er nú hættuleg staða og ástæðulaust að láta hana koma upp. Páll er auðvitað Katrínarmaður en hún skipaði hann útvarpsstjóra á sinni tíð.

Auk þess er Páll ráðherrasonur og hefur alla burði í stjórnmálum og saman geta þau Katrín fixa ýmislegt og hent fótakeflum fyrir menn og málefni.

Vettvangurinn er eitt jarðsprengju svæði. Það er engin spurning í mínum huga þegar svona gerist.

Páll er bara svo skynsamur maður að hann neytir ekki aflsmuna nema það beri brýna nauðsyn til og þá að vel athuguðu máli.

En hann er búin að melda sig og brýna vopnin, það sjá allir menn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.1.2017 kl. 12:36

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

"Formaður þarf að huga að fjölmörgum atriðum öðrum en stöðu þingmanna og kjördæma innan ríkisstjórnar"

Ef formaður nýtur trausts innan eigin flokks þá hugar hann fyrst og fremst að stöðu þingmanna gagnvart kjósendum þeirra.  Það er ekki eins og kjósendur flokka séu allir flokksbundnir. Við höfum orðið vitni að algerri lítilsvirðingu formannsins gagnvart samþingflokksmönnum sínum þessa 2 mánuði sem stjórnarmyndunarþreifingar stóðu. Og nú einnig í vali ráðherra.

En Bjarni er ekki í pólitík til að þjóna almannahagsmunum. Hann er fyrst og fremst til að passa upp á hagsmuni stórfjölskyldu sinnar og vina. Dómgreindarleysi hans í fjölmörgum ákvörðunum vitnar um það. Og að gera Jón Gunnarsson að ráðherra en hafna Páli Magnússyni eru kannski hans stærstu mistök sem formanns Sjálfstæðisflokksins og sýnir þá stöðu sem hann er búinn að koma sér í.

 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2017 kl. 14:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því hafna ég alfarið Jóhannes með allri virðingu fyrir Páli Magnússyni. Jón Gunnarsson hefur sannarlega unnið til þessa embættis.Ég óska honum velfarnaðar í starfi.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2017 kl. 17:11

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það getur verið að Jón hafi "unnið til" þessa embættis eins og þú kemst að orði, en manninn skortir þá mannkosti sem nauðsynlegir eru til að sinna því.  Það hefur hann margoft sýnt í starfi sem alþingismaður. Og það er nokkuð sem menn vinna sér ekki inn.  Enda byrjar hann sinn feril í ráðherrastól eins og á síðasta þingi, sem formaður atvinnuveganefndar,  með valdhroka og fyrirlitningu gagnvart pólitískum andstæðingum í borgarstjórn Reykjavíkur. Svona haga bara dónar sér og það er bara það sem greyið er.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2017 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband