Ábyrgð foreldra á tvöföldum nauðgara

Ábyrgð foreldra 18 ára drengs sem dæmdur er fyrir tvær nauðganir er nákvæmlega engin, samkvæmt frétt RÚV.

RÚV stillir málinu þannig upp á ríkið hefði átt að bjarga samfélaginu frá nauðgaranum. Þessi framsetning er skammarleg.

Hver einstaklingur ber ábyrgð á sjálfum sér. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum. Mannréttindi okkar hvíla á þessum sannindum.

Ef ríkið á að bera ábyrgð á glæpum fólks verðum við að veita ríkinu víðtækar heimildir til að stjórna heimilishaldi okkar. Og það viljum við ekki.


mbl.is Dæmdur fyrir 2 nauðganir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á þá að dæma foreldrana í fangelsi svo að þessari ábyrgð sé fylgt eftir?

Ómar Ragnarsson, 6.1.2017 kl. 15:49

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, Ómar, það á ekki að dæma foreldrana í fangelsi. Það á heldur ekki að láta eins og þeir beri enga ábyrgð.

Páll Vilhjálmsson, 6.1.2017 kl. 15:52

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þessum pistli, Páll.

Jóhann Elíasson, 6.1.2017 kl. 16:04

4 Smámynd: Elle_

Lögráða maður framdi ofbeldi.  Foreldrarnir frömdu það ekki.  

Elle_, 6.1.2017 kl. 20:31

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mér verður hugsað um þá ábyrgð sem uppeldi era,?

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2017 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband