Trump og Brexit í ár, evran 2017

Hagfræðingar voru flestir þeirrar skoðunar að hvorki myndu Bretar kjósa sig úr Evrópusambandinu né Donald Trump verða forseti. Hagfræðingar eru fangar stærðfræðilíkana sem eru úr takti við veruleikann, skrifar Robert Skidelsky.

Trump veðjaði á óánægju bandarískra verkamanna með lægri laun og töpuð störf, einkum vegna samkeppni frá Kína. Hagfræðingar sáu ekki heildarmyndina, voru fangar eigin kenninga.

Sömu kenningar sögðu að Bretar þyrðu ekki að segja upp aðild að ESB af ótta við efnahagslegt tap. En Brexit varð niðurstaðan og hagfræðinni eru sprengdar fýlubombur.

Um evruna eru hagfræðingar ekki eins vissir og kjör Clintons og nei við Brexit. Evran er viðurkennt pólitískt verkefni fremur en að gjaldmiðillinn sé byggður á hagkenningum. Pólitík í Evrópu verður evrunni þung í skauti næsta árið, með kosningum í Þýskalandi og Frakkalandi þar sem andstæðingum evru og ESB er spáð auknu fylgi.

En það verður ekki hægt að kenna hagfræðingum um að mislesið lífslíkur evrunnar. Hún er fyrst og fremst afurð pólitísku elítunnar á meginlandinu sem dreymir um Stór-Evrópu.


mbl.is Þriðji stærsti banki Ítalíu þarf aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Trump var fyrst og fremst klókur. Útsjónarsamur að pota sér inn.

sleppti eða lét alveg eiga sig, fyrirfram " vonlaus ríki". Spilaði á kosningakerfið og kjörmanna-systemið.

Hillary naut þess að láta hylla sig í fyrirfram " öruggum ríkjum", fyrir Demókrata.

Sama gerði Benedikt hjá Viðreisn.   Sem stærðfræðingur reiknaði hann sjálfan sig inn.  Spilaði á íslenska kjördæmakerfið.    Vissi að hann hefði ekkert endilega mikinn kjörþokka sjálfur í borginni, en fámennt kjördæmi myndi skola honum í þingsal samkvæmt skoðanakönnunum.

P.Valdimar Guðjónsson, 28.12.2016 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband