Pútín, kristni og byltingin 1917

Rússneska byltingin fagnar aldarafmćli á nćsta ári. Byltingarnar voru tvćr, í febrúar, sem afgreiddi 300 ára keisaratíma Romanov-ćttarinnar, og í október, sem leiddi til valdatöku Leníns og 70 ára tímabils kommúnisma.

Rússar eru klofnir í afstöđu sinni til byltingarinnar. Lenín liggur ljómađur í grafhýsi sínu en vesturgluggi Rússlands, borgin sem hét Leníngrad, fékk sitt gamla heiti eftir fall kommúnismans, Pétursborg.

Kommúnismi er evrópsk hugmyndafrćđi. Ţýski gyđingurinn Karl Marx er ađalhöfundur hennar. Kommúnisminn tók viđ af annarri evrópskri hugmyndafrćđi sem Rússar ánetjuđust á víkingaöld, kristni.

Pútín forseti Rússlands er gagnrýninn á rússnesku byltinguna, samkvćmt Guardian, ţótt ekki sé afstađan einörđ.

Rússneska rétttrúnađarkirkjan er aftur ákveđinn í afstöđu sinni til fordćmingar á hugmyndafrćđi Marx. Hennar mađur er Valdimar mikli sem stofnađi til kristni í Kćnugarđi 12 árum áđur en Íslendingar kristnuđust. Sagt er ađ Valdimar tćki rétttrúnađarkristni fram yfir ţá rómversku til ađ bćgja frá ţýskum áhrifum. Karlamagnús og afkomendur hans í Frakklandi og Ţýskalandi voru í trúarbandalagi viđ kaţólsku kirkjuna.

Trúarstemningin í Rússlandi er eins og víđa fléttuđ viđ ţjóđerniskennd. Ívan grimmi réđ Rússlandi á 16. öld. Hann myrti son sinn og stundađi fjöldamorđ en ţótti röskur í trúmálum. Leynilögreglu stofnađi Ívan grimmi til ađ halda óvinum trúar og ríkisvalds í skefjum. Ívan grimmi fékk styttu af sér afhjúpađa nýveriđ viđ fögnuđ og lof ríkis sem kirkju.

Pútín Rússlandsforseti dregur dám af ţjóđarsögunni. Hann ólst upp viđ kommúnisma og sá hann hrynja sem foringi í KGB í Austur-Ţýskalandi ţegar Berlínarmúrinn féll. Afleiđing er ađ Pútín er meira kristinn en kommúnískur. En fyrst og fremst er hann stjórnmálamađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Lenín stofnađi leyniţjónustuna, Cheka, sem kallađist KGB ţegar Pútín gekk í hana, eins og menn vita. Pútín var ţjálfađur samkvćmt sovéskri hugmyndafrćđi og ađferđum, sem hann notar enn. Sögukennari ćtti ađ sjá ţađ eins og skot.

Wilhelm Emilsson, 19.12.2016 kl. 00:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rússland varđ aldrei voldugra á heimsvísu en á Sovéttímum Stalíns, Krústjofs og Brésnefs. 

Ţegar ţađ veldi hrundi og Pútín var yfirmađur í leyniţjónustunni var ađ sjálfsögđu langlíklegast ađ hann saknađi veldis Rússlands á Sovéttímanum, en ekki á tíma kirkjunnar fyrir byltinguna 1917. 

Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 01:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband