Þjóðin kaus ekki kerfisbreytingar - stríð gegn almenningi

Þjóðin kaus ekki kerfisbreytingar í síðustu kosningum. Stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkur, boðaði ekki kerfisbreytingar. Framsóknarflokkurinn ekki heldur og Viðreisn sagði fátt um kerfisbreytingar.

En smáflokkarnir til vinstri, sem töluðu svo þvers og kruss um hvað þeir stæðu fyrir, að þeim tókst hvorki að bjóða fram sameiginlegan lista né sameiginlega málefnaskrá, rotta sig núna saman á næturfundum til að undirbúa uppstokkun á samfélaginu - án þess að hafa til þess nokkuð umboð.

Viðreisn leggur vinstrabandalaginu lið og stuðlar að kerfisbreytingum sem unnið er að í skjóli nætur. Nú verður að safna liði, líkt og kjörtímabilið 2009-2013, og koma í veg fyrir umboðslausar kerfisbreytingar vinstri smáflokkanna.


mbl.is Ætti ekki að koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband