Ofbeldi Viðreisnar og nýja ríkisstjórnin

Hægriflokkurinn Viðreisn reynir að selja sig sem miðjuflokk í stjórnarmyndunarviðræðum. Framlag eins þingmanns Viðreisnar, Pawel Bartosek, í þeirri sölumennsku er að skattar séu ofbeldi.

Ögmundi Jónassyni fráfarandi þingmanni Vinstri grænna finnst markassetning Viðreisnar minna á ýkjusöguna um Lísu í Undralandi.

Í orðræðu miðalda voru skattar játning um þegnskap. Í sögu Ólafs helga Noregskonungs leggur Snorri Sturluson þau orð í munn Einars Eyjólfssonar frá Þverá að skattar til konungs jafngildi ,,lýðskyldu". Í Gamla sáttmála, gerður þegar Íslendingar gáfust upp á innanlandsófriði, og játuðust Noregskonungi, voru skattar tjáning á þegnskap.

Þeir sem túlka skatta sem ofbeldi gefa lítið fyrir það megineinkenni velferðarríkisins að skattar standi undir sameiginlegum þörfum þegnanna. Viðreisn er stofnuð af fólki sem tilheyrir þeim best settu í samfélaginu, sem hvorki hefur skilning á né samstöðu með meginhugsun velferðarsamfélagsins.

Þegar þetta fólk kennir sig við miðjuna í íslenskum stjórnmálum er augljóst að miðjan er orðin að öfgum. Samkvæmt því yrði ríkisstjórn undir forystu Viðreisnar öfgastjórn. 


mbl.is Fá en stór lykilverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er þetta ekki e.k. últra-frjálshyggja, öfgar á hægri kanti? -- og sízt alls miðjan í stjórnmálum!

Jón Valur Jensson, 5.11.2016 kl. 09:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó nei,en í krossgátum er miðja "nafli"

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2016 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband