Björt framtíð fyrsta fórnarlamb Benedikts

Viðreisn er innherjaflokkur Íslands. Þar á bekk situr hópur vellaunaðra og enn betur tengdra; fyrrverandi ráðherrar, ráðherrabörn, talsmenn Samtaka atvinnulífsins og loks innherjinn sjálfur í Nýherja - Benedikt formaður.

Metnaður Benedikts er óseðjandi, það sýndi hann strax eftir kosningar.

Benedikt er ekki heimskur maður, hann er meira grunaður um græsku. Björt framtíð er fyrsta fórnarlamb hans enda þingflokkurinn þar blautur á bakvið eyrun. Stöðutaka Benedikts á vinstri vængnum er gerð í þeim eina tilgangi að herja þaðan með kröfur á Sjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Vilja Benedikt sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

EGÓ Benedikts er stærra en maðurinn sjálfur og þá ég nú frekar að draga úr því, en það er ekki nóg að kunna að reikna.

FORNLEIFUR, 4.11.2016 kl. 13:32

2 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig er það fræðilega mögulegt að mæra bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokk og kalla svo aðra flokka innherjaflokka?

Jón Bjarni, 4.11.2016 kl. 14:03

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jon Bjarni. Það er öruggt að Viðreisn stendur betur undir nafni sem innherjaflokkur. Krafan um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru kom frá og var rekin áfram af útrásinni á sínum tíma, þar sem þá vantaði olnbogarúm til landvinninga enda vaxnir að nafninu til yfir hagkerfi okkar. 

Samfylkingin tók það kefli á lofti og áttu stuðnings þessa útrásararms sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð töpuðu 7 þingsætum nú og þau eru komin á Viðreisn. Þeir ætla að keyra málið áfram hvað sem kostar og sagði Benedikt að flokkurinn væri fyrst og fremst stofnaður til þess á sínum tíma.

Ef hér á ekki að verða stjórnarkreppa með varíerandi plottum og blekkingum í anda stjórnartíðar Jóhönnu, þar sem allt situr á hakanum fyrir málið eina, þá er farsælast að þessi glóbalistaarmur sjálfstæðisflokksins komi hvergi nærri stjórnarmyndun.

Við höfum hvorki efni á né þörf fyrir meira af þeim pólitíska kafbátahernaði.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2016 kl. 15:30

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er áhyggjuefni að einn bitur einstaklingur í hefndarhug geti sett pólitískt og efnagslegt jafnvægi í uppnám og náð fram vilja sínu í máli sem aldrei var rætt í kosningum og sýnt er að 70% þjöðarinnar standa gegn og hafa staðið gegn alla tíð.

Benedikt er stórhættulegur flugumaður, sem hefur enga hugsjón um annað en prívat þráhyggju lítils hóps hagsmunaaðila á hægri kantinum. Viðreisn er sunddrungarafl. Við þurfum samstöðu og jafnvægi, ekki sundrung.

Það yrði banabiti Vg að fara í samstarf við slíkan flokk. Pólitísk hræsni og undirferli svífur hér yfir vötnum sem aldrei fyrr. Málefni og heill þjóðarinnar skipta engu máli þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2016 kl. 15:49

5 Smámynd: Elle_

Og ég er enn og aftur sammála Jóni Steinari.  Maðurinn Benedikt er lítill maður með fá atkvæði í pólitík en með óeðlilega og óverðskuldaða ofurtrú á sér sjálfum, vil ekki nota orðið mikilmennskubrjálæði samt. 

Maðurinn var einn heitasti ICEsave-sinninn og barðist þar harkalega gegn Íslandi í óforskömmuðum niðurrifssamtökum kölluð JÁ ÍSLAND.  Honum og kafbáti hans getur ekki verið treystandi fyrir íslenskum stjórnmálum frekar en landsöluflokki Samfó sem nú er steindauður.

Elle_, 4.11.2016 kl. 18:49

6 Smámynd: Elle_

Stórhættulegur flugumaður.  Þarna kom lýsing sem passar.  

Elle_, 4.11.2016 kl. 19:01

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Mér finnst þú vanmeta og lítilsviða Óttar Proppé og Bjarta Framtíð. Það er ekkert rétt við að kalla Óttar Proppé og Bjarta Framtíð fórnarlömb, þó flokksformaðurinn leyfi sér að tala við aðra flokksformenn.

Skil ekki hvers vegna er ráðist svona harkalega á Bjarta Framtíð?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.11.2016 kl. 23:02

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Anna Sigríður mín,af reynslileysi þessara nýliða (BJ.Framt.) í pólitík skynja þau ekki hættuna sem stafar af Esb'sinnum,sérstaklega þegar þeir eru komnir í stöðu sem ógnar þjóðinni,þess vegna eru þau fórnarlömb.-- Þarf nokkur að segja þér að einlægir ættjarðarvinir beyta öllum sínum ráðum að verjast ágangi þeirra og siðferðilega (sem þér er svo tamt að nefna)er réttur okkar miklu meiri en þeirra sem vilja eyðileggja ættjörð okkar; gera hana að einskonar verstöð Evrópusambandsins. Fáir vissu nokkur deili á Benedikt,sem kemur í kjölfar Samfylkingar með þessu offorsi eins og líf hans liggi við,þegar það er okkar Íslendinga sem höfum lagt tilveru okkar að veði(gegnun aldir) til að hér á eyjunni okkar megi búa.- Nægir honum ekki að eiga "Heimur",en þar vann sonur minn hjá honum í u.m.þ. bil 12 ár.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2016 kl. 01:55

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bölvað bull er þetta í þér - tveir turna sem koma og sigra - ekkert annað

Rafn Guðmundsson, 5.11.2016 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband