Framsókn er klofin milli landsbyggðar og höfuðborgar

Framsóknarflokkurinn er 20 prósent flokkur á Norðurlandi og Suðurlandi en 5 til 7 prósent flokkur í Reykjavík og SV-kjördæmi. Til að verða stjórnmálaafl sem telur þarf flokkurinn að blanda saman róttæki og íhaldssemi.

Undir forystu Sigmundar Davíðs varð flokkurinn róttækur í þeim málum sem þurfti, t.d. skuldaleiðréttingu heimilanna og uppgjöri við þrotabú bankanna, en íhaldssamur í afstöðu til stjórnskipunar og í utanríkismálum.

Flokkseigendafélag Framsóknar stóð fyrir hallarbyltingu í aðdraganda kosninganna og tefldi fram hreinræktuðum landsbyggðarformanni. Við það missti flokkurinn öll sóknarfæri á Suðvesturhorninu.

Framsóknarflokkurinn er kominn í sömu stöðu og hann var í undir formennsku Halldórs Ásgrímssonar. Hægt en öruggt tímabil hnignunar blasir við.


mbl.is Kallar eftir afsögn formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þetta sé alveg hárrétt greining hjá þér.  Formannskosningar núna rétt fyrir kosningar og sú "Hallarbylting" sem var gerð af fjármálaöflunum með aðstoð RÚV getur orðið banamein Framsóknar og er ástæða til að bregðast hart við.

Jóhann Elíasson, 31.10.2016 kl. 09:46

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Með aðförinni að fyrrum formanni flokksins stefndi flokkseigendafélagið að því að Framsóknarflokkurinn yrði áhrifalaus smáflokkur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 31.10.2016 kl. 11:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

SDG færði Framsókn inn í 21. öldina með djörfum hugmyndum, en þó með ákveðinni íhaldssemi. Og það var hughreystandi eftir allan Samfylkingar sönginn um ónýta Ísland að fá aftur forsætisráðherra sem var stoltur af landi og þjóð.

En það verður ekki á allt kosið. Persónulega fannst mér ekki mikið koma til hugmynda hans um byggingalist en treysti á að fagmenn gætu komið fyrir hann vitinu. Nú eða bara hunsað galin tilmæli hans.

Ragnhildur Kolka, 31.10.2016 kl. 13:19

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og höfundi er þakkað fyrir enn eina stjórnamálaskýringuna, annað en starfsfólk RÚV fær að gera á samfélagsmiðlunum, e-ð sem höfundi líkar vel við, þá verð ég að gleðjast yfir þessum fréttum og spyrja höfund og kór hans hér hvort hægt sé að kaupa flugelda til að fagna klofningi flokki höfundar (eða er það annar flokkur í dag ....maður ruglast stundum....) ? Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.10.2016 kl. 17:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

HA! Sigfús;(Stundum?)

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2016 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband