Sjálfstæðisflokkurinn eða vinstristjórn

Viðreisn er til í vinstristjórn með Pírötum, segir Benedikt Jóhannesson formaður, í svari við málaleitan Pírata að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar. Benedikt gerir ekki ráð fyrir að Viðreisn verði annað en smáflokkur og því borgar sig að tryggja stöðuna við kjötkatlana áður en kjósendur kveða upp úrskurð sinn.

Það er meiri manndómur í frambjóðanda Bjartar framtíðar sem segir tilboð Pírata ,,tilraun til þvingunar í ofbeldissamband algerlega á forsendum eins flokks."

Tilboð Pírata um vinstristjórn fyrir kosningar undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn er eina vörnin gegn vinstra slysi í landsstjórninni.


mbl.is „Áhugaverð tilraun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Neyslugrannir láta skankana duga vitandi að þar finnast ekki miklir bógar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2016 kl. 22:14

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Viðreisn segir Sjálfstæðisflokkinn of íhaldssaman en Samfó og Vinstri græn að hann stjórnist af frjálshyggju. Væri ekki ráð að þeir kæmu sér saman um nomenklaturuna fyrst þeir eru að fara að deila hjónasænginni.

Ragnhildur Kolka, 16.10.2016 kl. 23:13

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Meint hægrisinnað "frjálslyndi" Viðreisnar lyppast niður í nákvæmlega ekki neitt þegar flokknum stendur til boða að komast í vinstri stjórn!

En hvers vegna? Jú, af því að margfalt mikilvægara er það fyrir ESB-Benedikt og aðra Brussel-áhangendur flokksins að komast í aðstöðu til að svíkja Ísland undir hramm evrópska stórveldisins heldur en hitt að gera nokkra alvöru úr yfirlýstu "frjálslyndi" sínu!

Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband