Píratar taka völdin fyrir kosningar

Í lýðræðisríkjum eru það kjósendur sem ákveða hverjir skulu fá völdin í hendur. Það er gert í kosningum. Píratar lýsa frati á vilja almennings með því að boða nýja ríkisstjórn kortéri fyrir kosningar.

Stjórnunaraðferð Pírata er þessi: skapa óánægju og óvild í samfélaginu, t.d með fjöldamótmælum og óhroða á samfélagsmiðlum. Sérstakt áhugamál Pírata er illmælgi um land og þjóð. Þessa pólitík hafa Píratar stundað allt kjörtímabilið.

Þegar nær dregur kosningum og almenningar áttar sig á eðli Pírata fellur gengi þeirra í skoðanakönnununum.

Viðbrögð Pírata eru að sniðganga lýðræðið og taka völdin fyrir kosningar. Þannig virkar píratalýðræðið.


mbl.is Píratar útiloka stjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur lofuðu fyrir kosningarnar 1963, 1967 og 1971 að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningar ef þeir fengju meirihluta í kosningunum, voru þeir þá að "sniðganga lýðræðið og taka völdin fyrir kosningar"?

Ómar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 14:23

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég óska höfundi til lukku með að geta skrifað nú pistla í einn sólarhring án þess að ráðast á starfsfólk RÚV með árróðursskrifum sínum (var slíkt kennt í blaðamannanáminu í Norge ?) og um leið að fá að njóta þess sem téð starfsfólk fær ekki, að tjá sig á samfélagsmiðlunum, þá verð ég að minna höfund á lýðræðisríkið Danmörku, sem já allt í lagi, er meðlimur í vonda, vonda ESB, ég veit en þar er reglulega boðið upp á samsteypustjórnir fyrir kosningar, kosningabandalög, þannig að höfundu mætti nú minnka pirring en um leið víkka út sjóndeildarhringinn og skoða e-ð umfram Framsókn eða Sjalla.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.10.2016 kl. 14:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Í lýðræðisríkjum eru það kjósendur sem ákveða hverjir skulu fá völdin í hendur"

Nú væri gott að fá að vita hvar sá reitur er á kjörseðlinum?

Samkvæmt stjórnarskránni er það nefninlega forsetinn sem skipar ráðherra og skiptir með þeim verkum (þann hóp köllum við svo ríkisstjórn).

Þegar kjósandi merkir við tiltekinn listabókstaf á kjörseðli er hann að greiða þeim einstaklingum sem þann lista skipa, atkvæði til þess að taka sæti á Alþingi. Það er ekki það sama og að taka sæti í ríkisstjórn.

Á Íslandi fá kjósendur eingöngu að velja hverjir fái löggjafarvaldið í hendur, en ekki hverjir fái framkvæmdavaldið í hendur.

Er síðuhöfundur að gefa í skyn að Ísland sé ekki lýðræðisríki?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2016 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband