Vinstriflokkar og Píratar skila okkur ónýtu samfélagi

Áralöng sveltistefna vinstriflokkana og Pírata gagnvart grunn- og leikskólum borgarinnar skilur eftir sig sviðna jörð í menntamálum yngstu kynslóðarinnar. Kennarar flýja reykvíska skóla og skólastjórnendur hrökklast útbrunnir úr starfi.

Vinstriflokkarnir og Píratar eru í óformlegu kosningabandalagi vegna alþingskosninganna í haust. Píratíska vinstribandalagið mun leiða yfir land og þjóð sama stjórnarfarið og ræður ríkjum í ráðhúsi Reykjavíkur.

Píratar og vinstriflokkarnir hafa engan áhuga á innviðum samfélagsins. Við sjáum hvernig flugvöllurinn í Vatnsmýri er eyðilagður í lóðabraski verktaka, íþróttafélags og borgarinnar. Leiðtogi Pírata sækir innblástur um heilbrigðismál í spjall í byggingavöruverslun - og vill samantekt um skýrslu.

Valdstjórn vinstriflokka og Pírata er uppskrift að samfélagi þar sem innviðir grotna niður en þjóðin flykkist í miðbæ höfuðborgarinnar til að mótmæla sjálfri sér.


mbl.is Fara fyrr á eftirlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Píratar vilja fá og taka án ábyrgðar. Minnir á ensku sögnina "to pirate" sem Webster skýrir:

verb (used with object)pirated, pirating.

to commit piracy upon; plunder; rob.

to take by piracy :

to pirate gold.

to use or reproduce (a book, an invention, etc.) without authorizationor legal right:

to pirate hit records.

to take or entice away for one's own use:

Our competitor is trying to pirate our best salesman.

verb (used without object)pirated, pirating.

to commit or practice piracy.

Ívar Pálsson, 1.9.2016 kl. 10:35

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skólamál hafa verið í ólestri í Reykjavík síðan þetta óreglulið tók völdin. Skólarnir fá fagurgalann en beinharðir peningar ganga til gæluverkefnanna - Gaman í Reykjavík.

Ragnhildur Kolka, 1.9.2016 kl. 11:13

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Þetta eru ofsalega vondir menn þessir Píratar. En ég veit ekki betur en að Davíð Oddson hafi fært skólana frá ríki til sveitafélaga. Með tilheyrandi óhjákvæmilegu veseni.

Ég veit ekki betur en að kvótakerfið hafi skapað meiri ójöfnuð í þessu landi en nokkuð annað. Enda er það kerfi ekkert annað en miðalda lénskipulag.

Ég veit ekki betur en að sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur hafi einkavætt bankanna. Til að framkvæma eigaupptöku á venjulegum heimilum landsmanna. Til að borga kvótann sem núverandi kvótagreifar fengu afskrifaðan.

Ég tók eftir því að þegar Jón Gnarr varð Borgarstjóri, þá stoppuðu öll áform um að einkavæða (stela) orkuveituna. Ef hann hefði ekki sigrað í borginni þá, þá væri orkuveitan farin.

Svo er það borgun og öll hin fyrirtækin, Þar sem hagnaðurinn rann í einkavasa í stað þess að renna í samneysluna.

Þetta er bara hryllilegt lið þessir Píratar.

Steindór Sigurðsson, 1.9.2016 kl. 11:23

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af því að við erum að tala um Borgarstjórn í Reykjavík þá man ég nú eftir að Jón Gnarr tók ekki við glæsilegri stöðu eftir m.a. Sjálfstæðisflokkinn. Man ekki betur en að Orkuveitan væri að hruni kominn sem og að seinnihluti stjórnartíðar Sjálfstæðismann með Ólafi F hafi verið ein ömurleg sorgar saga. Þannig að ég held að Sjálfstæðisflokkur hafi nú ekki skilað af sér flottu búi. Sem og Sjálfstæðisflokkurinn leiddi nú landið hér frá aldarmótum fram að hruni og framsókn með þeim lengst af. Sem gekk nú út á að telja fólki trú um að staða Íslands væri svo miklu betri en hún var í raun og ekki hikað við að leyfa hér gríðarlegar lántökur. Sjálfstæðisflokk var nú komið þá frá nærri með blóðugri byltingu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.9.2016 kl. 11:37

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Steindór, Jón Gnarr gerði ekkert annað en hirða launin sín og vera skemmtilegur. Það var Svandís Svavars og Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn sem bremsuðu Samfylkingu Dags B og Framsókn í að selja orkuveituna.

Ragnhildur Kolka, 1.9.2016 kl. 12:16

6 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Komdu blessuð, Ragnhildur, Það má vel vera að það sé rétt hjá þér. Eg var bara ekki að fylgjast grannt með á þeim tíma. En fyrir mann eins og mig sem fylgdist lauslega með, kom þetta þannig fyrir sjónir. Ég hef líka tekið eftir því að vinstri öflin virðast ekki vera að eikavæða út og suður eins og sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur. sem er bara þjófnaður í mínum huga.

En að lokum þakka þér fyrir að leiðrétta þetta. Enginn er alveg óskeikull ekki einu sinni ég.

Steindór Sigurðsson, 1.9.2016 kl. 13:27

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Það er greinilegt að þú veist ekki betur Steindór.

Steinarr Kr. , 1.9.2016 kl. 14:03

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Steindór, það var stöðugur kór vinstrimanna, að það þyrfti að færa þjónustuna nær fólkinu, sem varð þess valdandi að þjónusta við börn og fatlaða var færð. Viðast hvar gengur þetta bærilega en í ríkasta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg er allt í rusli: göturnar, grasið, skólamál og flutningar fatlaða. Ástæðan fyrir að flutningi fatlaðra var kippt í liðinn var yfirvofandi hætta á að dauðsfall hlytist af vanrækslunni.

slæmt til afspurnar, ekki satt.

Ragnhildur Kolka, 1.9.2016 kl. 14:11

9 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Steinar Kr. Það er rétt hjá þér að það er margt sem ég veit ekki. En hitt er annað mál að það er líka margt sem ég veit. Þegar ég var að byrja á togara árið 1976, þá var bæjarútgerð í Reykjavík. Þar höfðum við m.a. útgerðarráð. Sem í voru spilltir pólitíkusar. Spillingin í þá daga gekk útá það að þegar við fórum í siglingar, þ.e. seldum aflann í Englandi eða Þýskalandi. Þá kom það fyrir að einhver úr útgerðarráði tróð sér með í siglingu til að kaupa bjórkassa og mackintosh dollur. Þetta létu þeir sig hafa að fara með okkur oftar en ekki drullusjóveikir, til að kaupa Bjór og Mackintosh sem var munaðarvara á þeim tíma.

Ef spillingin í dag væri á því "Kalíberi" þá væri ég mjög sáttur við Guð og menn.

Steindór Sigurðsson, 1.9.2016 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband