Píratar og vinstrimenn svelta skóla

Andmenntastefna Pírata og vinstriflokkanna í Reykjavík veldur kennaraflótta úr höfuðborginni. Núna taka foreldrar höndum saman og krefjast úrbóta eftir áralangt svelti leik- og grunnskóla í Reykjavík.

Til skamms tíma létu vinstriflokkarnir sér annt um skólastarf. En innreið lífsstílsstjórnmála síðustu ára breytti áherslum vinstrimanna. Innviðir samfélagsins, svo sem gatnakerfi og skólar, mættu afgangi. Ofuráhersla er lögð á fyrirbæri eins og grenndarlýðræði með 5 prósent kosningaþátttöku og opinber salerni fyrir þriðja kynið, sem telur núll komma eitthvað prósent.

Ef Píratar og vinstriflokkarnir fá meðbyr í þingkosningum í haust verður reykvíska sérviskupólitíkin að landsplágu. Flugvöllum verður fargað og menntakerfið gert að hornkerlingu en við fáum nýja stjórnarskrá og að greiða atkvæði um inngöngu í brennandi hús Evrópusambandsins.


mbl.is Börnin dvelji ekki í „sársveltum“ rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband