Til hamingju, Guðni Th.

Guðni Th. Jóhannesson er næsti forseti lýðveldisins og við hæfi að óska honum velfarnaðar í starfi. Hann fær meira fylgi en fyrstu tölur sýndu en minni en skoðanakannanir gáfu honum. Niðurstaðan er ótvíræð og engin ástæða til að skilyrða umboðið sem Guðni Th. fær frá þjóðinni.

Kjör Guðna Th. sýnir að stjórnarskráin okkar og lýðræðisfyrirkomulag virka sem skyldi.

Næst á dagskrá eru alþingiskosningar.


mbl.is Guðni með forskot í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann var byrjaður langt á undan,en ég tek ekkert aftur sem mér finnst um hann.Alþingiskosningar; já ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vakna til meðvitundar um alvöruna,sem þeim fylgir.

Var ekki Ástþór búinn að kæra þessar kosningar? Varla getur framkvæmd þeirra talist eðlileg í lýræðisríki.

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2016 kl. 01:19

2 Smámynd: Hörður Þormar

Mér hefur stundum þótt pistilshöfundur ekki vera alls kostar sanngjarn í garð nýkjörins forseta og fagna því að hann skuli nú vera sáttur við orðinn hlut.

Það er hins vegar hálf átakanlegt að horfa upp á það að sumir frambjóðendur fá færri atkvæði í kosningunum heldur en meðmælendur til framboðsins. Það er spurning hvort ekki þyrfti að auka ábirgð meðmælenda á einhvern hátt. Það er engum greiði gerður með því að draga hann fram á "asnaeyrunum" í forsetaframboð.

Hörður Þormar, 26.6.2016 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband