Málefnalaus frambjóðandi í forystu

Forsetaframbjóðandinn sem fær mest fylgi í skoðanakönnunum, Guðni Th. Jóhannesson, er án málefna. Hann stendur ekki fyrir neitt og kynnir enga sýn á forsetaembættið.

Davíð Oddsson og Andri Snær Magnason, sem koma næstir, útlista báðir hvernig þeir sjá fyrir sér að embætti forseta verði starfrækt fái þeir kjör. Andri Snær myndi virkja Bessastaði í þágu náttúruverndar en Davíð gera forna höfuðbólið að miðstöð umræðu um hvað það er að vera Íslendingur.

Guðni Th. segir helst hvað hann vilji ekki að forsetaembættið verði. Ekki-skoðanir eru Pírötum drjúgar til að skora í fylgismælingum. Guðni Th. sækir í sama farið.


mbl.is Fylgi Guðna 67,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er nú Davíð betri, enda segist hann ekki hafa neinn metnað fyrir starfinu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.5.2016 kl. 09:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Semsagt metnaðarlaus frambjóðandi smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2016 kl. 09:46

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

....en Davíð gera forna höfuðbólið að miðstöð umræðu um hvað það er að vera Íslendingur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.5.2016 kl. 10:05

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekki-Baugsmiðillinn klikkar ekki. 

Wilhelm Emilsson, 14.5.2016 kl. 10:32

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Úr Morgunblaðinu janúar 26, 1969:

-Hver er þráðurinn í leikritinu Bubbi kóngur?

Davíð: Öll "logik" er forboðin í þessu leikriti, og því höfnum við henni algjörlega. Þetta er létt og fjörugt verk, sem upphaflega var samið sem skólaleikrit.

Wilhelm Emilsson, 14.5.2016 kl. 10:50

6 Smámynd: Elle_

Fjarstæða að kalla manninn metnaðarlausan.  Og lýsir ekki miklu innsæi þerra sem segja það.  Hann á fullt erindi og mun vinna á líklega.

Elle_, 14.5.2016 kl. 10:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kalla það metnaðarleysi að segjast ekki hafa metnað til að verða forseti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2016 kl. 11:06

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gerir þjóðin einhverja kröfu á að forseti íslands hafi einhver baráttumál?

Jón Þórhallsson, 14.5.2016 kl. 11:29

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo má velta fyrir sér hvað væri sagt ef Davíð hefði sagst hafa metnað fyrir forsetaembættinu. Ég held að margir hafi nú rokið upp til handa og fóta með sleggjudóma vanhugsað.

Ragnhildur Kolka, 14.5.2016 kl. 13:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru auðvitað allir að segja eitthvað vanhugsað nema trúfélagið Davíð Oddsson.  Vorkenni ykkur svolítið eiginlega. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2016 kl. 17:31

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég leitaði um allt að viðtalinu þar sem Davíð sagði þetta,en fann ekki. Minnir að hann hefði aðspurður (efnislega)um metnað sinn,sagt að hann hefði upplifað svo margt i þá veru framboð hans til forseta tæki því ekki fram.-Kjósum Davíð Oddsson.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2016 kl. 17:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://www.visir.is/david-hef-ekki-einhvern-vodalegan-metnad-til-ad-verda-forseti/article/2016160519493

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2016 kl. 18:49

13 Smámynd: Elle_

 Í alvöru get ég lofað að vera ekki í neinu DO-"trúfélagi", en treysti honum betur in hinum nú þegar við missum Ólaf.  Í hvaða "trúfélagi" ert þú?

Elle_, 14.5.2016 kl. 19:00

14 Smámynd: rhansen

það er að verða drepfyndið á samfelagsmiðlunum að það ma ekki tala um neitt nema vinsti menn ,allt annað er yfirlyst ómerkileg heit !,En Davið er ósigrandi  sagði  góð sjálfstæðiskona i dag á Rúv .Davið hefur stefnu og syn á forsetaembættið ,meir en sagt verður um aðra frambjóðendur ! Kjósum Davið !

rhansen, 14.5.2016 kl. 19:04

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðni Th er glæsimaður til munns og handa. Hann er fínn ræðumaður og fundafær. Hann er ungur og klár. Fólkið sér þetta. 

En hann tilheyrir GGF ef nokkurri skilgreiningu verður komið á það sem hann hefur sagt. Þeir sem styðja þetta í málefnum flóttamanna og hælisleitenda vita hvar þeir hafa hann.

Halldór Jónsson, 15.5.2016 kl. 10:24

16 Smámynd: Elle_

Passaðu þig bara að segja alls ekki að þú treystir manninum sem þú í alvöru treystir.  Það verður ráðist á þig af dýrlingum sem vorkenna okkur voða voða mikið.  Þeim sömu og heimtuðu að lög yrðu brotin fyrir flóttamenn að þeirra vali og níddu þá sem vildu það ekki.

Elle_, 15.5.2016 kl. 11:30

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Voðalega er erfitt að hafa allar heimsins áhyggjur á herðum sér.  Upp með góða skapið félagar smile Jörðin er ekki að farast, þó Guðni verði kjörinn forseti, þó Úkraína vinni júróvisjón, þó Davíð lúti í lægra haldi um Bessastaði, og jafnvel ekki þó sjálfstæðismenn og framsókn svíkist um að kjósa í haust.  Jörðin mun snúast áfram, nema Suðurkórea fari að skjóta kjarorkussprengjum í allar áttir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2016 kl. 12:45

18 Smámynd: Svartinaggur

Suðurkórea???

Svartinaggur, 15.5.2016 kl. 18:31

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei auðvitað Norðu Kórea takk Svartinaggur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2016 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband