Pólitíkin þarf að breytast, ekki samfélagið

Á Íslandi ríkir ekki byltingarástand, nema kannski á alþingi og meðal virkra í athugasemdum. Engin krafa er uppi í samfélaginu um gerbreytt Ísland. Austurvallarmótmæli síðustu daga eru fáfengileg; kosningar strax, heimta mómælendur, en ekki eftir sex mánuði. Eins og það sé lausn á einhverjum vanda.

Ríkisstjórn vinstriflokkanna, 2009-2013, reyndi að breyta Íslandi. ESB-aðild og ný stjórnarskrá áttu skila okkur breyttu samfélagi. Vinstriflokkarnir voru gerðir afturreka í kosningunum 2013, guldu þar meira afhroð en dæmi eru um hjá stjórnarflokkum í gervallri Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Formannsframbjóðandi Samfylkingar, Magnús Orri Schram, virðist átta sig á að stjórnmálakerfið steytti á skeri. Hann talar um óheiðarleika gömlu Samfylkingar og vill að stjórnmálamenn taki sér taki.

Það væri ágætis byrjun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Langaði bara við þetta tækifæri að óska þér til hamingju með árangurinn, að ná nú að loka á málfrelsi starfsmanna RÚV. Þetta er að koma allt hjá þér, halda okkur í gamla tímanum, gera RÚV sem undirdeild núverandi og fráfarandi stjórnvalda,þannig þar verið ekki neitt sagt nema þú hafir blessað það, ásamt öðrum útskýrendum. Auðvitað átt þú að stýra því sem sagt er á RÚV, enda hámenntaður blaðamaðurinn, siðfræðingurinn og heimspekispegúlantinn. Innilega til lukku með þetta Páll.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.4.2016 kl. 19:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orð Styrmis Gunnarssonar um að íslenska þjóðfélagið væri ógeðslegt eru þá sem sagt hreint bull frá rótum, sem og þeir annmarkar sem raktir voru í rannsóknarskýrslu Alþingis. Til hamingju með þetta.

Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 20:31

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Styrmir lýsti áratugareynslu sinni af fólki, ekki kerfi. ESB-aðild, ný stjórnarskrá eða aðrar kerfisbreytingar munu ekki breyta innræti fólks.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2016 kl. 20:57

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

" ekki kerfi", þessi var góður. Fólk býr til kerfi, ekki öfugt. Það getur verið Páll að þú viljir dvelja í fortíðinni, forsmáninni, brauðmolahagkerfi. Á meðan er þér yngra fólk, já, ja, ekki eins vel menntað og þú, að flýja land, fólk hér og kerfi og kemur aldrei aftur.

" ekki kerfi".... kanntu annan Páll...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.4.2016 kl. 21:19

5 Smámynd: Sólbjörg

Fólk býr til kerfi til að reyna að fá bestu hugsanlegu útkomuna fyrir hópa eða einstaklinga, en hópur samanstendur auðvitað af einstakingum. Kerfin eru samt í framkvæmd bara rammi eða farvegur fyrir innræti og þrá fólksins sem stjórnar þeim. Breyturnar í mannlegu eðli eru svo margþættar bæði jákvæðar og neikvæðar að erfitt er að koma á hinu fullkomna þjóðfélagi. Því er það mikilvægast að hjálpa fólki að skilja hvernig heildarsamband orsaka og afleiðinga virkar á alla þætti í lifi okkar og hefur áhrif á þjóðfélagið í heild. Þjóðfélagið er má segja spegilmynd af huga fólksins. En það líkar ekki öllum að heyra. 

Sólbjörg, 18.4.2016 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband